fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Aukin hætta vegna gjóskufalls

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 19:03

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt vegna þróunar eldgossins norðan Grindavíkur sem hófst um hádegisbilið í dag.

Í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn sé töluverð kvikustrókavirkni á meginhluta gossprungunnar, sem sé um 2,4 km löng. Gossprungan nái suður fyrir Hagafell og renni hraun ákaft þaðan að mestu til suðurs og vesturs. Hraun hafi runnið yfir Grindavíkurveg til móts við Þorbjörn og þaðan áfram meðfram varnargörðum vestan Grindavíkur og yfir Nesveg. Nokkur hluti þess hraunstraums sem fari til suðurs fari ofan í sprungu til móts við Hagafell og komi aftur upp rétt norðan varnargarða norðaustan við Grindavík. Hrauntunga sem renni til vesturs fari norðan við Sýlingarfell og nálgist þar Grindavíkurveg til móts við Svartsengi.

Líkanareikningar geri ráð fyrir því að eins og staðan var kl. 16:30 hafi um 14 milljón rúmmetrar af kviku farið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina.  Hraði aflögunar hafi minnkað töluvert en áfram streymi kvika frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina.

Aukin hætta

Hættumat hafi verið uppfært vegna hraunflæðis og gjóskufalls. Svæði 7 (sjá mynd hér að neðan) fari úr töluverðri hættu í mikla hættu (rautt). Svæði 4 (Grindavík) sæe óbreytt (rautt) en hætta hafi aukist vegna gjóskufalls, en einnig séu auknar líkur á gosopnun innan svæðisins og hraunflæðis. Hætta á svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) sé áfram mjög mikil (fjólublátt). Svæði 1 og 5 haldist óbreytt og sé hætta þar talin mikil (rautt).

Mynd:Veðurstofa Íslands

Enn fremur segir í tilkynningu Veðurstofunnar að laust fyrir kl. 16 hafi byrjað sprengivirkni í gosinu vegna þess að kvikan hafi komist í snertingu við grunnvatn þar sem hraunstraumur fari ofan í sprungu til móts við Hagafell. Þá snögghitni vatnið og framkallugufusprengingar og gjóskufall (aska).

Töluverð óvissa sé með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Í kvöld snúist vindátt til suðvesturs og því berist gasmengun til norðausturs og gæti hennar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í nótt og á morgun (fimmtudag). Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá og rauntímamælingum ýmissa gastegunda á loftgæði.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis