fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

MDMA geti gagnast við meðferð áfallastreituröskunar

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 14:30

MDMA töflur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fræðigrein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins kemur fram að MDMA, sem almennt er þekkt sem fíkniefni sem notað er ekki síst við skemmtanahald til að kalla fram ánægjuvímu, geti nýst sem liður í samtalsmeðferð við áfallastreituröskun.

Greinina rita Helga Þórarinsdóttir geðlæknir, Berglind Gunnarsdóttir sálfræðingur og Engilbert Sigurðsson geðlæknir.

Í ágripi greinarinnar segir að MDMA hafi lengi verið rannsakað sem liður í samtalsmeðferð við áfallastreituröskun, geðröskun þar sem fá lyf hafi sýnt fram á virkni og brottfall úr meðferð sé umtalsvert. í greininni sé farið yfir stöðu þekkingar á meðferð við áfallastreituröskun og notkun MDMA í samsettri meðferð við röskuninni.

Meðferð með MDMA sé viðbótarmeðferð samhliða samtalsmeðferð sem sé annars konar en þær samtalsmeðferðir sem nú teljist gagnreyndar við áfallastreituröskun. Meðferðin felist í fræðslu fyrir gjöf MDMA í tvö til þrjú skipti samhliða stuðningi tveggja meðferðaraðila í allt að 8 klukkustundir og í kjölfarið allt að 9 eftirfylgdarsamtölum. Slík notkun MDMA sé talin minnka tilfinningalegt uppnám í tengslum við upprifjun áfalla og auðvelda þannig úrvinnslu þeirra. Nýleg safngreining hafi sýnt að MDMA-gjöf samhliða slíkri samtalsmeðferð hafi dregið meira úr einkennum áfallastreitu en sama samtalsmeðferð án MDMA-gjafar.

Loks segir í ágripi greinarinnar að nýlegar rannsóknir styðji að gjöf MDMA samhliða samtalsmeðferð dragi úr einkennum áfallastreitu og þolist almennt vel. Slíkar rannsóknir séu forsenda þess að MDMA geti hlotið markaðsleyfi sem liður í samsettri áfallastreitumeðferð á næstu árum. Brýn þörf sé síðan á samanburði þessarar samsettu meðferðar við gagnreyndar samtalsmeðferðir við áfallastreituröskun með og án MDMA.

Greinina í heild er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta