fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hundruð undirskriftir safnast á stuttum tíma gegn byggingu nýs skóla í Laugardal

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. maí 2024 20:24

Einar vill byggja nýjan skóla en margir foreldrar vilja stækka þá gömlu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta hundrað íbúa í Laugardal hafa skrifað undir undirskriftalista til að koma í veg fyrir stofnun safnskóla í hverfinu. Listinn var stofnaður í gær og gildir aðeins til mánaðarloka.

„Við undirrituð, íbúar og áhugafólk um skólastarf í Laugardal, skorum á borgaryfirvöld að staðfesta fyrri ákvörðun um að byggt verði við Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla fremur en að sundra rótgrónum skólagerðum og skólahverfum,“ segir í færslu með undirskriftalistanum á island.is. En yfirskrift listans er „Verndum skólaumhverfi í Laugardal.“

Mikill hiti hefur verið í íbúum hverfisins eftir að tillaga Reykjavíkurborgar um nýjan skóla var tilkynnt. Um er að ræða nýjan safnskóla fyrir unglingadeildir.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skemmstu að sú hugmynd sem áður hafi verið talin fýsilegust hafi ekki verið skólastarfinu til góða þegar betur var að gáð. Umfangsmiklar framkvæmdir og stækkun þar sem færa þyrfti nemendur til og frá hefði gríðarlega neikvæð áhrif.

Þessu eru margir foreldrar ekki sammála. Var áformunum harðlega mótmælt á íbúafundi.

Borgaryfirvöld áforma að sniðganga allt samráð og byggja safnskóla á unglingastigi, umbreyta skólagerðum 3ja skóla, brjóta upp skólahverfi og brjóta upp sterka félagslega heild Laugarneshverfisins,“ segir í færslunni með undirskriftalistanum. „Við teljum fórnarkostnaðinn vegna áætlana borgarinnar mun meiri en mögulegan ávinning af uppbrotinu.“

Þegar þetta er skrifað hafa 560 skrifað undir listann. Hann má nálgast hér og rennur út 31. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“