fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 25. maí 2024 09:00

Gert var við húsnæðið í fyrra en það virðist ekki hafa duga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil reiði er á meðal foreldra í Sandgerði vegna leikskólamála á leikskólanum Sólborg. Spjótin beinast að bæjarstjórn sem skipti um rekstraraðila á síðasta ári. Gremja foreldranna lýtur að mygluðu húsnæði, manneklu og ráðningu skólastjórans.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa upplýst að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarráðs á miðvikudag í næstu viku. Foreldrar telja það þó of seint og vilja kalla til neyðarfundar vegna leikskólamálanna.

„Á einni deildinni, þar sem mygla er, er enginn starfsmaður núna. Þær eru allar komnar í veikindaleyfi. Börnin eru líka meira og minna veik. Ein móðir tók barnið sitt af leikskólanum af því að hún er að missa allt hár,“ segir Ótta Sigtryggsdóttir, foreldri barns á leikskólanum og fyrrverandi starfsmaður. En hún sagði upp á Sólborg skömmu eftir að nýr rekstraraðili tók við.

Bálreiðir foreldrar

Fjöldi foreldra hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum í vikunni vegna ástandsins á Sólborg, sem titlaður er heilsuleikskóli. Segja þeir ástandið óviðunandi og að bæjarstjórn verði að laga það hið snarasta. Eru margir foreldrar mjög harðorðir í garð bæjarstjórnar og saka fulltrúana um svik. Segja einnig að þeir séu við það að flytja úr sveitarfélaginu vegna þessa mála.

Hér eru dæmi af fjölmörgum hörðum ummælum foreldra:

„Sorglegt að flytja hingað og vera í blóma lífsins með ánægt leikskólabarn og ég glöð með mína vinnu hjá hjallastefnunni í Sandgerði yfir í það að skoða húsnæði annars staðar BARA út af bæjarstjórnin tók ákvörðun fyrir sig án þess að ræða við foreldra eða starfsmenn að hvolfa leikskólanum.“

„Ef að mygla hefði fundist á bæjarskrifstofu þá hefði henni verið lokað um leið en börnin okkar og starfsfólk leikskólans virðast ekki skipta neinu máli fyrir bæjarstjórn!!“

„Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax! Það er ekki boðlegt ad svona grafalvarlegt mál sé látið hanga og bíða til næstu viku. þið eruð kjörnir fulltrúar og eigið að sinna bæjarbúum.“

„Þessi bæjarstjórn er sennilega búinn að skíta upp á bak. Það er svo margt að í bæjarfélaginu.“

Nokkrir bæjarfulltrúar reyna að verjast og segjast hafa nýlega frétt af málinu. Það verði rætt á fundi bæjarráðs í næstu viku. Þau svör vekja hins vegar litla hrifningu foreldra.

„Ef bæjarstjórn er að frétta af þessu fyrst núna, sem er bara ekki rétt!, hvar í andskotanum eru þið búin að vera?? Margoft búið að biðja um fund með ykkur! Þetta er ekki fyrsta umræðan hérna inni um þessi mál! Hættið að hafa okkur að fíflum!“ segir ein móðir.

Lagfæringar ekki dugað

Eftir að starfsfólk kvartaði undan myglu á Sólborg var farið í úttekt árið 2022 og rýminu því lokað tímabundið. Í febrúar árið 2023 var tilkynnt að framkvæmdum væri lokið og starfsemin komin í eðlilegt horf. Enn þá eru hins vegar yngri börnin í gámaeiningum.

Árið 2023 var einnig skipt um rekstraraðila. Skólinn hafði áður verið rekinn af Hjallastefnunni en er nú rekinn af Skólum ehf í Reykjanesbæ.

Ótta er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa stöðu leikskólamála harðlega.

Miðað við viðbrögð foreldranna hefur myglan ekki lagast og lítil er ánægjan með nýjan rekstraraðila.

„Það er svo mikil mannekla að einn þriggja ára drengur náði að stinga af og fannst niður á Sjávarsetri, lengst frá leikskólanum,“ segir Ótta sem sagði upp í október, um mánuði eftir að nýr rekstraraðili tók við.

Segir hún að starfsmenn hafi meðal annars verið ósáttir við ráðningu nýs leikskólastjóra vegna umræðu um framkomu á fyrri vinnustað. Hafi verið fundað með yfirmönnum Skóla ehf í ágúst í fyrra og starfsmenn fengið fullvissu um að sú manneskja myndi ekki verða skólastjóri. Hins vegar hafi ráðning skólastjórans svo raungerst undir lok ársins.

Bæjarstjórn vill ekki svara

Eins og áður segir hafa veikindi verið mikil á leikskólanum, bæði fyrir og eftir framkvæmdir. Ótta segir eitt barn hafa þurft að fara í aðgerð á auga vegna einkenni myglu nýlega. Þá komust tveir starfsmenn beinlínis ekki inn í bygginguna, en báðir voru með ofnæmi.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa fengið það óþvegið vegna leikskólamálsins.

Yfir þessu hafi starfsfólk kvartað á bæjarskrifstofunni. Þetta hafi hins vegar verið hundsað.

Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir því. Sagði hann að réttast væri að skoða gögn málsins áður en bæjarstjórn myndi tjá sig. Ekki náðist í Skóla ehf fyrir vinnslu þessarar fréttar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við