Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir maímánuð.
„Myndin hér að neðan sýnir hlutfall virkra leitenda á myigloo.is af fjölda nýrra leigusamninga á síðustu átta mánuðum. Þar sést að eftirspurn eftir leiguhúsnæði á vefnum var töluvert umfram framboð þess í apríl síðastliðnum, þar sem fjöldi notenda í virkri leit var þrefaldur á við fjölda samninga sem tóku gildi í mánuðinum,“ segir í skýrslunni.
Þá er bent á að skráningartími leiguauglýsinga á myigloo.is hafi nær helmingast á fjórum mánuðum. Í apríl voru um fjórðungur leiguíbúða teknar af vefnum í apríl afskráðar innan tveggja daga frá skráningu. Miðgildi tíma afskráningar var 7 dagar, sem þýðir að helmingur afskráninga átti sér stað á innan við viku frá skráningu.
„Til samanburðar var miðgildi afskráningartíma 13 dagar í janúar, en þá hafði um fjórðungur afskráðra auglýsinga verið á vefnum í 5 daga eða skemur. Auglýsingatíminn hefur því nær helmingast á fjórum mánuðum. Leiguauglýsingar fara því mun hraðar af vefnum í apríl miðað við janúar, sem bendir til aukinnar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.“