fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 15:30

Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur verið sakaður um að svíkja loforð við móður manns sem var meðal þeirra sem létust í hryðjuverkaárás sem gerð var í Manchester Arena í samnefndri borg í Bretlandi eftir tónleika söngkonunnar Ariana Grande, árið 2017. Auk árásarmannsins létust 22 einstaklingar í árásinni. Sunak er sagður hafa lofað móður mannsins á fundi í gær að hann myndi sjá til þess að áður en þingið færi í sumarleyfi yrðu samþykkt lög um hertara öryggi á stöðum sem bjóða upp á opinbera atburði. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti hann hins vegar um þingrof og boðaði til þingkosninga 4. júlí næstkomandi og því ljóst að ekkert verður af umræddri lagasetningu á yfirstandandi þingi.

Mirror greinir frá og vísar til orða Jess Phillips þingkonu Verkammannaflokksins sem hitti einnig móður mannsins en Phillips gagnrýnir Sunak harðlega.

Konan heitir Figen Murray en sonur hennar Martyn Hett var meðal þeirra sem létust í árásinni í Manchester. Hann var 29 ára gamall. Murray hefur barist fyrir lagasetningu um hertar öryggisráðstafanir á stöðum eins og Manchester Arena. Þegar hún hitti Sunak í gær voru nákvæmlega 7 ár liðin frá árásinni sem átti sér stað 22. maí 2017.

Gekk á fund Sunak

Jess Phillips fullyrðir að Sunak hafi lofað Figen Murray á fundi þeirra að hann myndi beita sér fyrir því að slík lög yrðu samþykkt áður en þingið færi í sumarfrí. Hún gagnrýnir forsætisráðherrann harðlega og segir hann hafa svikið loforð sem hann hafi gefið hinni syrgjandi móður augliti til auglitis.

Vegna þingrofsins og kosninganna mun þingið hins vegar ljúka störfum á morgun föstudag og öll þau lagafrumvörp sem enn eru til meðferðar verða að bíða þess hvað gerist á nýju þingi eftir kosningarnar. Þær verða 4. júlí en nýkjörið þing mun koma saman 9. júlí.

Figen Murray ræddi við Mirror um baráttu sína sem hefur staðið síðan nokkrum vikum eftir árásina. Hún segir að fyrir fimm árum síðan hafi hún sagt að ef ekkert myndi gerast yrði hún einfaldlega að ganga til London á fund forsætisráðherra sem hún gerði í gær. Murray segist einfaldlega ekki hafa trúað því að hún hafi neyðst að gera það.

Það kemur ekki fram hvar nákvæmlega Murray hóf göngu sína en hún er sögð hafa gengið um 320 kílómetra leið, en það er vegalengdin milli Manchester og London, til fundar við Sunak sem hefur nú verið sakaður um að standa ekki við það sem hann tjáði hinni syrgjandi móður á fundi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum