fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Ómar dæmdur til að greiða 85 milljónir – Tæp fjögur ár frá stórfelldu gjaldþroti

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2024 19:30

Samsett mynd DV. Myndefni af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar   Jóhannsson eigandi byggingafyrirtækisins Omzi ehf. var dæmdur í  átta mánaða skilorðsbundið fangelsi með dómi Héraðsdóms Suðurlands þann 17. maí. Jafnframt er Ómari gert að greiða 85 milljón króna sekt innan fjögurra vikna eða sæta ellegar fangelsi í 360 daga. Ómari ber einnig að greiða sakarkostnað að   fjárhæð   3,5 milljón og ferðakostnað verjanda sína, 38.070 krónur.

Í dómnum segir:

„Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Brot ákærða voru stórfelld og nema verulegum fjárhæðum. Við ákvörðun refsingar ber þó að líta til að ákærði hefur í meginatriðum gengist við brotum sínum. Rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst í septembermánuði 2019 og var málinu vísað til héraðssaksóknara í febrúar 2021. Ákæra var síðan gefin út undir lok apríl 2023. Með tilliti til alls þessa verður ákærða gert að sæta fangelsi í átta mánuði en fresta ber fullnustu refsingarinnar í tvö ár haldi ákærði almennt skilorð, sbr. 57. gr. laga nr. 19/1940.“

DV hefur áður fjallað um Omzi ehf. En fyrirtækið var  tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms sem kveðinn var upp 6. mars árið 2019. Tilkynning um skipalokin var birt 1. september 2020.  Engar eignir fundust í búinu og lauk skiptum án þess að nokkuð fengist upp í kröfur. Lýstar kröfur í þrotabúið voru tæplega 223 milljónir króna að viðbættum vöxtum og kostnaði. Forgangskröfur voru tæplega 34 milljónir.

Sjá einnig: Stórgjaldþrot Omzi ehf – Kröfur upp á kvartmilljarð

Tæpum þremur árum síðar eða í lok apríl 2023 var Ómar ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri fyrirtækisins. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið rétt að skilum á virðisaukaskattskýrslum vegna reksturs félagsins árið 2018 og er vangoldinn virðisaukaskattur sagður rúmlega 16,3 milljónir króna. Ómar var einnig sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir árið 2018 og fyrir janúar 2019. Vangoldinn skattur var samtals rétt rúmlega 18 milljónir króna og meint skattsvik námu þannig rúmlega 34,4 milljónum króna.

Sjá einnig: Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Í dómnum segir hvað sektarfjárhæðina, 85 milljón varðar:

„Ákærða verður að auki gert að greiða sekt, sbr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 30. gr. laga nr. 45/1987. Við ákvörðun sektar verður litið til þess að ákærði hefur ekki greitt af þeim vanskilum sem ákært er fyrir. Brot ákærða lutu bæði að efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum og því að skila ekki slíkum skýrslum, en brot hans voru stórfelld eins og fyrr er rakið. Verður við það að miða að refsing samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 nemi samkvæmt eðli brotsins þreföldun þeirrar fjárhæðar virðisaukaskatts sem ranglega var framtaldur og sem ekki var staðið skil á.

Varðandi vanskil staðgreiðslu opinberra gjalda var skýrslum skilað en ekki staðið skil á hinum afdregna skatti. Verður sekt í því tilviki ákveðin sem næst tvöföldun þeirra skatta sem ekki var skilað, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Leiðir þetta til þess að sekt ákærða verður ákveðin á grundvelli framangreindra ákvæða 85.000.000 krónur. Verður ákærða gert að greiða þá fjárhæð er renni í ríkissjóð en sæta ella fangelsi í 360 daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir