fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Diljá Mist: „Þetta er algjör hneisa“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 09:30

Diljá Mist - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að jafnlaunavottun sé ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum heldur hreinlega skaðvaldur.

Diljá gerði þetta að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á dögunum en í ræðu sinni sagðist hún hafa fylgst af aðdáun með umfjöllun um kvenlækna sem flettu ofan af launamun kynjanna á Landspítalanum.

„Umfjöllunin hefur reyndar ekki farið nógu hátt en þær komust að því að karlkyns sérlæknar, sem voru ráðnir á eftir þeim, fengu allir hærri laun en þær. Þær virðast hafa haft þó nokkuð fyrir því að grafa þessar upplýsingar upp og eiga hrós skilið fyrir að taka þennan slag.“

Diljá sagði að það sem vekur sérstaka athygli í þessu sé hið augljósa og það er að Landspítalinn er einn þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun lögum samkvæmt.

„Og ég sem sérstök áhugamanneskja um jafnlaunavottun hlýt að spyrja mig að því hvernig áralöng mismunun fólks með sömu menntun og ábyrgð getur viðgengist þrátt fyrir þetta apparat. Svarið liggur í augum uppi. Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum heldur hreinlega skaðvaldur. Fyrirtæki og stofnanir sem hafa þessa dyggðaskreytingu geta hreinlega komust upp með að mismuna starfsfólki sínu, enda með það uppáskrifað að það sé allt upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Þetta er alger hneisa.“

Diljá hefur lagt fram þingmál um jafnlaunavottunina, nú síðast frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Segir hún að komin sé fram enn ein ástæðan fyrir því að afnema þennan óskapnum og vonar hún innilega að enn fleiri komi á þann vagn hér í þinginu.

„Það er kominn tími til að við gerum alvöruátak hér í að létta byrðum af atvinnulífinu. Þetta er gott dæmi, en sömuleiðis blýhúðunarfarganið sem virðist hafa lekið hér í gegn. Þar hef ég sömuleiðis lagt fram frumvörp til afnáms. Kæri þingheimur. Gerum átak í þessum efnum. Leysum fyrirtæki og stofnanir úr viðjum sem við höfum komið þeim í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“
Fréttir
Í gær

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“
Fréttir
Í gær

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“