fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þórunn er með áfengisnetverslanir í sigtinu

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 17. maí 2024 15:30

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði áfengisnetverslanir hér á landi að umtalsefni á Alþingi fyrr í dag undir dagskrárliðnum störf þingsins. Þórunn sem er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins segir það ólíðandi að slíkar verslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög. Hún segir að tími sé til kominn að Alþingi og framkvæmdavaldið geri eitthvað í málinu:

„Mig langar til að gera að umtalsefni hér í dag ólöglega netsölu áfengis sem hefur fengið að viðgangast á Íslandi árum saman vegna athafnaleysis þeirra sem bera ábyrgð á því að halda lög og reglu í landinu. Þetta er alvarlegt mál og það snýst um það hvort ÁTVR hafi einkasölurétt á smásölu áfengis eða ekki. Svo er þetta auðvitað risastórt lýðheilsumál og tengist þar af leiðandi líka áfengisvarnarstefnu okkar, sérstaklega gagnvart börnum og ungmennum. Mér finnst ástæða til að ræða þetta hér í dag.“

Þórunn vísaði einnig í orð forstjóra ÁTVR um áfengisnetverslanir, í ársskýrslu verslunarinnar fyrir síðasta ár, sem hann segir valda ÁTVR miklum skaða. Forvarnarsamtök hafi einnig haft samband við hana og gert alvarlegar athugasemdir við tilveru þessara netverslana:

„Ég hef líka í höndunum erindi sem mér hefur borist sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá fulltrúum forvarnasamtaka hér á landi sem gera alvarlegar athugasemdir við það að í landinu starfi nú tugir netverslana með áfengi í trássi við gildandi lög, því að lögin eru alveg skýr.“

Meðal þeirra sem hafa beitt sér gegn starfsemi áfengisnetverslana hér á landi er Árni Guðmundsson. Fyrir vikið hefur hann verið kallaður leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. Árna er hins vegar alveg sama og hefur haldið ótrauður áfram.

Árna er alveg sama þó hann sé kallaður leiðinlegasti maður Íslandssögunnar

Deildar meiningar

Deildar meiningar hafa verið um hvort starfsemi þessara áfengisnetverslana sé lögleg. Íslenskar áfengisnetverslanir nýttu sér það að glufa var í áfengislögunum sem sögð var heimila áfengissölu erlendra netverslana hér á landi.

Í 10. grein áfengislaga segir:

„Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkaleyfi til smásölu áfengis.“

Þó er tekið fram í 6. grein að handhafi framleiðsluleyfis sem framleiði innan við 500.000 lítra af áfengi á almanaksári geti fengið leyfi til smásölu á framleiðslustað.

Það stendur hins vegar ekkert í áfengislögunum um að innflutningur á áfengi, sem keypt er erlendis til einkaneyslu, sé bannaður en hins vegar er tekið fram að sækja þurfi um leyfi til innflutnings í atvinnuskyni.

Þetta hefur verið túlkað þannig að ekki sé hægt að banna fólki sem búsett er á Íslandi að kaupa áfengi í erlendum netverslunum, til einkaneyslu, og flytja hingað til lands og íslenskar áfengisnetverslanir hafa nýtt sér þetta, vísað til jafnræðis og fengið að starfa óáreittar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir telur tímabært að því verði breytt og segir áfengislögin vera alveg skýr:

„Lögin eru alveg skýr og þess vegna er kannski kominn tími til að hið háa Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu gagnvart framkvæmdarvaldinu hvað þetta varðar og komist til botns í því hvort aðgerðaleysi framkvæmdarvaldsins gagnvart þessari framgöngu muni halda áfram eða ekki. Og hvort það sé vilji meiri hluta Alþingis að svo sé.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“