fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisverðir fylgja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra hvert fótmál og skipta með sér vöktum. Sjálfur vill Bjarni ekki ganga svo langt að kalla þá lífverði.

Fjallað er um þetta í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag. Bjarni segist ekki vita til þess að eitthvað sérstakt tilefni krefjist þess að öryggisverðir fylgi honum nú og þá hafi hann ekkert með þá ákvörðun að gera að öryggis hans sé gætt.

Bjarni segir við Heimildina að hann hafi verið með öryggisverði á köflum en sjálfur reynir hann að leiða þá hjá sér. „Þeir eru nokkuð góðir í að vera ósýnilegir þannig að ég geti sinnt mínum störfum,“ segir hann en í Heimildinni kemur fram að öryggisráðstafanir æðstu stjórnenda þjóðarinnar byggist á áhættumati frá ríkislögreglustjóra.

Bjarni er tiltölulega nýtekinn við sem forsætisráðherra af Katrínu Jakobsdóttur sem hafði verið forsætisráðherra frá 2017. Katrín var í forsíðuviðtali við Mannlíf árið 2021 sem sagði 2-5 lífverði fylgja henni þegar hún fer til útlanda í embættiserindum. Hér heima hefði ekki verið talin þörf á því.

„Það sleppur engin í minni stöðu alveg við áreiti. Oftast er þetta allt  góðu og aðeins fólk sem þarf að tala, þó það sé æst. Ég hef alveg lent í leiðinlegum hlutum en kannski er ég búin að byggja upp harðan skráp. Hér heima hef ég ekki þurft að vera með lífverði sem eru algjör forréttindi,“ sagði Katrín við Mannlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður