fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Briddsspilarar vilja fá sömu meðferð og skákmenn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2024 17:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Briddssamband Íslands hefur sent frá sér umsögn um frumvarp til laga um skák sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í umsögninni er óskað eftir að því að ríkið veiti bridds sömu meðferð og frumvarpið kveður á um að skákin muni hljóta. Einkum hvað varðar möguleika á að sækja um í afrekssjóð.

Í umsögninni segir að mikilvægt sé að gleyma ekki því öfluga starfi sem stundað sé í Briddshreyfingunni og það sé sanngirnismál að sambærilegt frumvarp um bridds kæmi fram þar sem kveðið yrði á um að afreksfólk gæti sótt um styrki úr afrekssjóði.

Talið sé að um 20.000 manns spili bridds á landinu en 220 milljón í öllum heiminum en um 30 milljónir spili handbolta á heimsvísu.

Í umsögninni er vísað til árangurs Íslendinga í alþjóðlegum keppnum í bridds, aðallega á 10. áratug síðustu aldar og þá ekki síst sigurs Íslands á heimsmeistaramótinu 1991.

Enn fremur segir að sambandið hafi unnið að því að efla barna- og unglingastarf. Það hafi verið sett í forgang en það sé þó erfitt að halda úti afreksstarfi og afrekssjóður myndi því breyta miklu.

Tekið er fram að áhersla hafi verið lögð á að efla bridds meðal framhaldsskólanema. Margir drengir sem hafi fundið sig illa í slíku námi hafi fundið sig vel í bridds. Það geti því nýst vel við að sporna gegn brotfalli úr námi og eflt og styrkt viðkomandi ungmenni og búið þennan hóp betur undir framtíðina.

Rannsóknir sýni einnig fram á að krakkar sem spili bridds efli námsárángur sinn ekki síst í raungreinum.

Ísland hafi náð góðum árangri í bridds og efniviður sé til staðar að halda því áfram. Því skori Briddssamband Íslands á Alþingi að koma á laggirnar afrekssjóði fyrir bridds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum