fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Notaði piparúða og kylfu gegn tveimur mönnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2024 06:37

Lögreglumenn að störfum. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás þar sem árásarmaður beitti piparúða og kylfu gegn tveimur mönnum. Tilkynnt var um málið á tólfta tímanum í gærkvöldi og voru mennirnir tveir fluttir á slysadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl þeirra.

Lögregla handtók mann grunaðan um innbrot í heimahús í miðborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi, en hann fannst skammt frá vettvangi með peninga og verðmæti sem hann gat ekki gert grein fyrir. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi, að sögn lögreglu, og var vistaður í fangaklefa uns hægt verður að ræða við hann.

Á þriðja tímanum var svo tilkynnt um annað innbrot í heimahús en þar hafði þjófavarnarkerfi farið í gang. Lögregla fór strax á vettvang og var einn maður handtekinn á vettvangi grunaður um innbrotið. Sá var með meint þýfi á sér og var vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Á fimmta tímanum í morgun var svo tilkynnt um þriðja innbrotið en það var framið í kjörbúð miðsvæðis í Reykjavík. Sá sem tilkynnti innbrotið gat lýst þeim sem voru að brjóta sér leið inn í verslunina og voru tveir menn handteknir skammt frá vettvangi grunaðir um innbrotið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“