fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. maí 2024 22:00

Hin meintu brot áttu sér stað í Portúgal árin 2000 til 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitnaleiðslur eru í gangi í risastóru kynferðisbrotamáli gegn hinum þýska Christian Brückner. Kona að nafni Hazel Behan lýsti skelfilegri nauðgun sem hún varð fyrir af hálfu hettuklædds manns sem ógnaði lífi hennar með hnífi í Portúgal fyrir 20 árum síðan. Brückner er einnig grunaður um að hafa brottnumið hina bresku Madeleine McCann.

Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu.

Réttarhöldin eru mjög umsvifamikil og búist er við því að aðalmeðferðinni ljúki ekki fyrr en í október. Brückner er sakaður um þrjár nauðganir og tvö önnur kynferðisbrot í Portúgal á árunum 2000 til 2017. Réttarhöldin fara fram í borginni Braunschweig í norðurhluta Þýskalands. Fórnarlömbin eru stúlkur og konur á aldrinum 10 til 80 ára.

Brückner er nú þegar að afplána sjö ára fangelsisdóm og lýkur þeirri afplánun ekki fyrr en á næsta ári. Það er fyrir nauðgun bandarískrar konu á ellilífeyrisaldri í portúgölsku borginni Algarve.

Þurfti nokkrum sinnum að stoppa

Behan, sem er 40 ára gömul í dag, lýsti því þegar svartklæddur maður kom inn á hótel íbúðina hennar í Algarve aðfaranótt 16. júní árið 2004. En hún var þá tvítug og starfaði sem fararstjóri.

Hún lýsti hvernig maðurinn stóð yfir rúminu hennar og sagði nafnið hennar áður en hann byrjaði margra klukkutíma langa árás.

Þó langt væri um liðið gat Behan lýst árásinni í smáatriðum næstum einn og hálfan klukkutíma. Hún þurfti þó að stoppa nokkrum sinnum og gráta þegar tilfinningarnar báru hana ofurliði.

Behan steig fram og gaf bresku lögreglunni skýrslu eftir að hafa lesið um nauðgun Brückner á bandarísku konunni í fjölmiðlum. Hafði Behan tekið eftir atriðum í þeirri lýsingu sem pössuðu sláandi mikið við hennar eigin lífsreynslu.

„Ég fann fyrir ótta sem mig grunaði ekki að væri hægt að finna fyrir,“ sagði Behan í vitnastúkunni. „Blóðið rann úr líkama mínum. Mér leið eins og þetta tæki aldrei enda. Það eina sem ég hugsaði um var hvernig ég gæti komist í burtu.“

Myndavél tengd við sjónvarpið

Behan lýsti því hvernig maðurinn nauðgaði henni margsinnis þessa nótt. Hann batt hana og hýddi. Maðurinn hafði sett upp myndavél og tengt við sjónvarpið í íbúðinni. Konan gat því horft á ofbeldið gegn sjálfri sér í sjónvarpinu.

Sjá einnig:

Grunaður um morðið á Madeleine McCann – Segist sæta pyntingum í fangelsinu

„Ég hugsaði: Hvers vegna vill hann myndband af þessu?“ sagði Behan. „Það koma augnablik sem þú verður að slökkva á sjálfri þér og þetta var augnablikið sem ég slökkti á sjálfri mér.“

Þegar maðurinn hafði lokið sér af dró hann Behan inn á baðherbergið og skildi hana þar eftir undir laki. Hún sá hann fara út um svalahurðina, fara í skóna sína sem hann hafði skilið eftir á svölunum og flýja.

Sýndi engin svipbrigði

Brückner neitar allir sök í málunum fimm. Hann sat nokkrum metrum frá Behan þegar hún lýsti atburðarásinni fyrir dómstólnum. Að sögn viðstaddra sýndi hann aldrei nein svipbrigði á meðan Behan lýsti hryllingnum. Næstum allan tímann lét hann hökuna hvíla á fingrum vinstri handar, grafkyrr.

Mál Madeleine McCann er ekki hluti af þessum réttarhöldum en Brückner neitar sök í því máli einnig. Það mál hefur verið í rannsókn þýsku lögreglunnar síðan grunur beindist að Brückner árið 2013. Lögmenn Brückner halda því fram að hann fái ekki réttláta málsmeðferð í þessum fimm kynferðisbrotamálum vegna tengingarnar við hvarf Madeleine McCann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“