fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við forsetaframbjóðandann Höllu Hrund Logadóttur í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi hefur vakið talsvert umtal. Í þáttunum er rætt við frambjóðendur til embættis forseta Íslands og var Halla Hrund í þætti gærkvöldsins.

Borið hefur á gagnrýni á Jóhönnu Vigdísi á samfélagsmiðlum og telja margir að hún hafi gengið nokkuð hart fram gegn viðmælanda sínum.

Hallgrímur Helgason rithöfundur er einn þeirra sem gerði viðtalið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.

„Halla Hrund var aldeilis heppin með bakgrunn í sjónvarpinu í kvöld, með hugrenningatengslin ljós og blá við konuna þarna í hægra horni skjásins. En þetta var ekki besta kvöldið hennar vinkonu minnar í spyrjendastólnum. Furðulegar spurningar satt að segja – Afhverju fórstu til Argentínu? Hvar viltu virkja? – og vottur af yfirlæti. Undirtextinn: Hvað ert þú nú að vilja upp á dekk, vina mín? HH svaraði þó vel og komst vel frá þessu.“

Margir tóku undir þetta hjá Hallgrími og sagði Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, sagði til dæmis: „Sammála, Halla Hrund kom mjög vel út þarna. En Eurovision spurningin var furðulegust af þeim öllum.“ Glúmur Baldvinsson alþjóðastjórnmálafræðingur sagði að dóttir hans hefði spurt hvort Jóhanna Vigdís hefði eitthvað á móti Höllu.

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, sagði það hreinlega vera skandal“ að Jóhanna Vigdís skuli hafa starfað á fréttastofunni lengur en í fimm daga. Aðrar athugasemdir voru í svipuðum dúr: „Mikið er þetta skrýtið að spyrja með þessum neikvæða tóni, það var eins og forsetaframbjóðandinn hefði gert eitthvað af sér. Er ekki hægt að spyrja með gleði og kurteisi um sömu mál?“

Fleiri fjölluðu um viðtalið á Facebook, til dæmis hinn þaulreyndi fréttamaður Björn Þorláksson.

„Ja, ég segi ekki annað en að gaman og gagnlegt væri ef Jóhanna Vigdís væri eins gagnrýnin og héldi eins kuldalegri faglegri fjarlægð gagnvart Bjarna Benediktssyni og þeim kújónum sem hafa vaðið hér um líkt og minkar í hænsnakofa og eru sannarlega spilltir og sitja í óþökk þjóðar – fremur en að djöflast í fólki sem ber engin merki um spillingu og hefur sáralítil völd í samanburði við helstu gerendur í samfélaginu.“

Og á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar á Facebook hafa margir gagnrýnt Jóhönnu Vigdísi. „Þetta fréttafólk er farið að láta eins og viðmælandinn sé í yfirheyrslu…en okkar kona, verðandi forseti, lét það ekki slá sig út af laginu,“ sagði til dæmis einn stuðningsmaður Höllu á meðan annar sagði: „Jóhanna reyndi að koma Höllu út í horn en hafði ekki erindi sem erfiði, Halla Hrund stóð sig með prýði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti