fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Fleiri nýleg gjaldþrot Ásgeirs – Mörg hundruð milljónir í súginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 12:00

Byggingarvinna. Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi í gær frá skiptalokum í þrotabúi hjá byggingafélaginu Bygg Örk, en eigandi þess var Ásgeir Arnór Stefánsson. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur því þær eignir sem fundust í búinu fóru í skiptakostnað. Lýstar kröfur voru hátt í 323 milljónir króna.

Síðasta sumar var Ásgeir sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. Vanskil fyrirtækisins á staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna þess námu nokkuð yfir 80 milljónum króna. Ásgeir játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða rúmlega 152 milljónir í sekt í ríkissjóð eða sitja ella í fangelsi í eitt ár.

Eins og DV hefur áður greint frá var Örk miðpunktur í frægu slysi í miðborginni árið 2016 en þá hrundi byggingarkrani sem fyrirtækið var með á leigu í Hafnarstræti. Stórhættulegt atvik og mildi að ekki urðu slys á fólki.

Tvö gjaldþrot í viðbót

Upplýsingar í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra sýna að í síðastliðnum aprílmánuði voru tvö fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota sem tengjast Ásgeiri Arnóri Stefánssyni. Börk eignarhald ehf. var  úrskurðað gjaldþrota þann 3. apríl síðastliðinn, en fyrirtækið var stofnað í mars árið 2019. Félagið var með póstfang að Skipholti 50c. Starfsemi þess var bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Skráður eigandi er Ásgeir Arnór Stefánsson.

Aðalból byggingafélag var úrskurðað gjaldþrota þann 17. apríl síðastliðinn. Póstfang félagsins er að Hlaðbæ 13 í Reykjavík. Sami flokkur starfsemi og Börk og skráður eigandi er Ásgeir Arnór Stefánsson. Félagið var stofnað árið 2009.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður