fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Farsímanotkun einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2024 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri stendur lendi í slysi. Þótt það hafi færst í vöxt að fólk noti handfrjálsan búnað þegar það talar í símann undir stýri þá hefur farsímanotkun án slíks búnaðar einnig aukist sem er miður, eins og segir í tilkynningu.

Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur því ákveðið að hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: EKKI TAKA SKJÁHÆTTUNA.

„Það er hættulegt að tala í síma undir stýri. Þú ert fjórum sinnum líklegri til að lenda í slysi ef þú ert í símanum heldur en ef þú ert það ekki. Ef þú skrifar skilaboð á meðan þú ekur bíl þá eru tuttugu og þrisvar sinnum meiri líkur á að þú lendir í slysi,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu.

Rannsóknir hafa sýnt að truflun af völdum farsíma skerðir frammistöðu bílstjóra á ýmsa vegu. Viðbragðstíminn verður lengri, einkum við hemlun, en einnig viðbrögð við umferðarmerkjum og ljósum.

„Ökumenn í síma halda síður viðeigandi fjarlægð á milli bíla og halda sig síður á réttri akrein. Að tala í farsíma dregur úr viðbragðshraða um 18%. Sérstaklega er skaðlegt að skrifa og lesa skilaboð undir stýri en að skrifa skilaboð dregur úr viðbragðshraða um 35%. Aukin notkun á skilaboðum meðal ökumanna er því mikið áhyggjuefni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.

Ungir ökumenn líklegri til að nota síma við akstur

Ungir ökumenn eru líklegri til að nota síma við akstur en þau sem eru eldri en ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir truflunum í akstri enda akstursreynsla þeirra minni.

Rannsóknir Samgöngustofu sýna að tæplega sextíu prósent ökumanna segja að farsímanotkun annarra ökumanna í umferðinni trufli þá eða auki álag á þá við akstur. Ef skoðað er hvaða hópar truflast mest við notkun annarra á farsíma í umferðinni sést að þessi hegðun hefur mest áhrif á fólk á aldrinum 18-34 ára.

Þrátt fyrir að fólki finnist almennt að símanotkun við akstur sé hættuleg þá segist um það bil 40% ökumanna oft, stundum eða sjaldan tala í símann undir stýri.

Á vefsíðunni skjahaetta.is er að finna kennslumyndband sem sýnir hvernig hægt er að setja farsíma á akstursstillingu. Þar er einnig að finna ýmis góð ráð, ýmist fræðsluefni og fjölda annarra upplýsinga um herferðina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður