fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 11:00

Pétur Jökull er til hægri á myndinni. Til vinstri er helsti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu, Páll timbursali. Bakgrunnur tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Pétur Jökul Jónassonar um að tveir dómarar við Landsrétt víki sæti í máli er varðar ákvörðun um gæsluvarðhald hans. Staðfest hefur verið framlengt gæsluvarðhald yfir Pétri til 21. maí.

Hann sætir rannsókn lögreglu varðandi aðild að stóra kókaínmálinu. Í fyrra voru fjórir menn sakfelldir fyrir tilraun til að smygla til landsins rétt tæplega 100 kg af kókaíni. Efnin voru falin í trjádrumbum sem fluttir voru frá Brasilíu til Íslands með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Lögregluyfirvöld höfðu veður af smyglinu og lögreglumenn í Rotterdam skiptu út efnunum fyrir gerviefni.

Sá sem hlaut þyngsta dóminn í málinu var Páll Jónsson, timbursali nálægt sjötugu, en efnin voru flutt á vegum fyrirtækis hans í Hafnarfirði.

Sjá einnig: Er þetta maðurinn sem Páll timbursali þjónaði?

Alþjóða lögreglan Interpol lýsti eftir Pétri að beiðni íslenskra yfirvalda fyrr á árinu og gefin var út handtökuskipun á hann. Pétur kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið síðan.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms sem birtur er með úrskurði Landsréttar (sjá hér) kemur fram að Pétur var álitinn hafa verið í Brasilíu á þeim tíma sem efnunum var smyglað þaðan. Einnig sagðist einn sakborninganna í málinu hafa hitt mann nokkrum sinnum í miðborg Reykjavíkur sem lögregla telur að hafi verið Pétur.

Í úrskurðinum kemur einnig fram að Pétur hefur neitað sök í málinu í skýrslutökum hjá lögreglu. Hann hefur ekki tjáð sig um þau gögn sem hafa verið lögð fyrir hann og hann spurður út í, t.d. um staðsetningar á símum, ferðalög milli landa og tengsl hans við aðra sakborninga í málinu, en þetta eru gögn sem lögregla telur ýta undir aðild hans að málinu.

Í úrskurðinum segir ennfremur orðrétt:

„Að mati sóknaraðila og á grundvelli rannsóknargagna málsins er sterkur grunur um aðild varnaraðila að stórfelldu fíkniefnalagabroti, með því að hafa í félagi við
samverkamenn gert tilraun til að flytja til landsins 99,25 kg af kókaíni (með 81% 90% styrkleika) og þar með gerst sekur um refsiverða háttsemi sem telst varða við 173. gr. a., s br. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með tilliti til almannahagsmuna þykir nauðsynlegt að kærði sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála á meðan mál hans er til meðferðar, en telja verður að ef sakborningur, sem orðið hefur uppvís að jafn alvarlegu broti og varnaraðili, gangi laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Hið ætlaða brot varnaraðila þykir mjög alvarlegt en um mikið magn sterkra og hættulegra fíkniefna er að ræða.“
Pétur vildi að tveir dómarar í viku sæti í málinu þar sem þeir hefðu fullyrt ranglega að samantekt á framburði eins vitnis hefði ekki legið fyrir í málinu (sjá Vísir.is). Fór þessi krafa fyrir Hæstarétt sem hafnaði henni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“