fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ragnar Þór hefur tekið ákvörðun – „Pínu húmor og smellbeita“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 10:30

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór þetta yfirlýsingu sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og svo virðist sem mikill áhugi á þessu embætti, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann tali við. „Það helsta sem ég heyri er að fólk telur að herða þurfi reglur til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sem hefur boðið sig fram,“ segir Ragnar Þór og segist vera algjörlega ósammála því.

„Helst er talað um að fjölga þurfi meðmælendum, sem breytir auðvitað engu um hversu margir gefa kost á sér. Það mun heltast verulega úr lestinni þegar framboðsfrestur rennur út og enn frekar þegar ljóst verður hverjir munu raunverulega berjast um sigur,“ segir Ragnar Þór.

„Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng. Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir Ragnar Þór og vísar til ítrekaðrar stöðu í Bandaríkjunum sem dæmi:

„Hvernig væri nú staðan ef við hefðum einungis tvo kolruglaða karla á níræðisaldri úr að velja, sem hafa eytt starfsævinni í að gæta sérhagsmuna?“

Framboð grundvöllur lýðræðis

Ragnar Þór segir að í grunninn finnist honum það „að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir hellist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu.

Þeim sem nú þegar er hampað sem líklegum til árangurs eru farnir að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hef ég oft verið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stíga fram. Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleigum hætti.
Segja má að gríðarlegur fjöldi framboða til forseta sé mælikvarði á sjálfhverfu okkar eða hvernig við höfum breyst sem þjóð á kostnað samstöðunnar og náungakærleiks,“ segir Ragnar Þór.

„Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.

Svona rétt í lokin þá er ég auðvitað ekki á leið í forsetaframboð. Slíkt hefur aldrei hvarflað að mér og mun aldrei gera. Þetta sem ég skrifaði fyrst var pínu húmor og smellbeita.“

Færsla Ragnars Þórs hefur vakið þó nokkur viðbrögð og virðast flestir á því að hann ætti alls ekki að fara í framboð þar sem hann sé einfaldlega á hárréttum stað í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“