Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að varað sé við neyslu á tveimur framleiðslulotum af ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hafi innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin eigi einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru eru hvattir til að neyta hennar ekki, farga eða skila til viðkomandi verslunar eða til Matfugls efh, Völuteigi 2, Mosfellsbæ.