fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Á Íslandi án dvalarleyfis í sjö ár

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2024 17:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem tekinn var við akstur án ökuréttinda en í kjölfarið kom í ljós að maðurinn hefur ekki dvalarleyfi hér á landi og segist maðurinn raunar aldrei hafa öðlast það frá því hann kom fyrst til landsins árið 2017.

Úrskurður Héraðsdóms yfir manninum fylgir með dómi Landsréttar. Þar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn 31. mars síðastliðinn eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum við umferðareftirlit. Maðurinn stöðvaði þá bifreið sem hann ók en tjáði lögreglumönnum að hann væri ekki með ökuréttindi. Það kemur ekki fram í úrskurðinum frá hvaða landi maðurinn sagðist vera en hann hafi sagst hafa verið hér á landi frá 2017. Hann gat ekki framvísað neinum skilríkjum og kvaðst ekki hafa dvalarleyfi. Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur af Stoðdeild ríkislögreglustjóra en vísa átti honum úr landi.

Manninum var í lok júlí 2019 birt ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann en í úrskurðinum segir að gögn málsins og framburður mannsins sjálfs bendi eindregið til að hann hafi aldrei yfirgefið landið.

Leitað síðan 2022

Honum var í byrjun júlí 2019 gert að tilkynna sig fimm sinnum í viku á lögreglustöðina í Hafnarfirði fram í september 2019. Maðurinn hætti hins vegar að sinna tilkynningaskyldunni daginn áður en honum var birt ákvörðun Útlendingastofnunar. Honum var í september 2022 aftur gert að sæta tilkynningaskyldu í þetta sinn þrisvar í viku á lögreglustöðina við Hverfisgötu fram í október 2022. Maðurinn hætti hins vegar að sinna þeirri tilkynningaskyldu líka, í lok september 2022, og síðan þá hafði ekkert til hans spurst þar til hann var handtekinn 31. mars 2024. Reynt var að staðsetja manninn síðan í september 2022 en tilraunir lögreglu til þess báru ekki árangur.

Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi sagt lögreglunni eftir að hann var handtekinn 31. mars síðastliðinn að hann gæti ekki snúið aftur til heimalands síns vegna pólitískra skoðana sinna. Hann sagðist hafa átt viðtal hjá Útlendingastofnun þann 20. september 2022 sem hann hafi ekki getað mætt í vegna vinnu. Fulltrúi hjá Útlendingastofnun hafi þá ætlað að hafa samband við hann en það hafi aldrei verið gert.

Í úrskurðinum segir ennfremur að Stoðdeild ríkislögreglustjóra vinni nú að því að flytja manninn úr landi og reiknað sé með því að sá flutningur muni eiga sér stað áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út.

Eins og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn og mun maðurinn því sæta gæsluvarðhaldi fram til 14. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá