fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Allt logar vegna árásar og myndbirtingar í strætisvagni – Kýldu dreng í hausinn og hótuðu að elta hann heim

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. apríl 2024 12:30

Tveir drengir veittust að þeim þriðja í vagni í efri byggðum Reykjavíkur um helgina. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga er á samfélagsmiðlagrúbbum í Grafarholti, Úlfarsárdal og í Breiðholti vegna árásar tveggja ungra drengja á þann þriðja í strætisvagni. Fólk segir þetta atvik langt frá því að vera einsdæmi um ofbeldi ungmenna í hverfunum. Aðrir gagnrýna myndbirtinguna á samfélagsmiðlum.

Framkvæmdastjóri Strætó segir að vagnstjórar eigi að kalla til lögreglu eða vísa gerendum út. Engar reglur eru til um myndatökur eða myndbirtingar úr vögnum Strætó.

Kýldu og öskruðu

Ljósmynd af drengjunum var birt á samfélagsmiðlum í gær. Í færslunni stóð að þeir hefðu verið að níðast á þeim þriðja. Hafi hellt yfir hann drykkjum, kýlt hann í hausinn, öskrað á hann og hótað að elta hann heim úr vagninum.

„Þessi hegðun er ógeðsleg en er samt furðulega algeng í hverfinu. Foreldrar þessa stráka ættu að skammast sín,“ stóð í færslunni.

Í athugasemdum er sagt að vagnstjóri hafi tekið eftir atvikinu, gefið þeim tvær viðvaranir og svo rekið þá úr vagninum.

Mörg ungmenni séu með hnífa

Færslan hefur fengið mjög mikið umtal og verið dreift víða. Ýmis sjónarmið um atvikið koma fram í athugasemdum við færsluna.

Sumir spyrja hvers vegna sá sem tók myndina hafi ekki skorist í leikinn. Það er reynt að koma þolandanum til varnar. Aðrir benda hins vegar á að með því væri viðkomandi hugsanlega að setja sjálfan sig í hættu.

„Það eru ekki allir sem treysta sér í að stíga á milli. Maður veit aldrei hver er með hníf og hver ekki,“ segir einn netverji.

Þá er spurt hvers vegna ekki var hringt á lögregluna. Í ljósi þess að fjölmörg vitni hafi verið að atvikinu hefði verið auðvelt fyrir lögregluna að aðhafast í málinu, jafn vel í samstarfi við barnaverndaryfirvöld. Sumir lýsa því hins vegar í athugasemdum að þeir hafi litla trú á að lögreglan myndi gera nokkuð.

Deilt um myndbirtinguna

Sumir netverjar benda á að þetta sé ekkert einsdæmi. Ofbeldi sé orðið mikið vandamál hjá unglingum og ungmennum, þeir beri sumir vopn og taki myndbönd af árásum til að setja á samfélagsmiðla.

„Eins og ástandið i samfélaginu er orðið, þá finnst mer bara ekkert skrítið að enginn hafi þorað að gera neitt annað en þetta til að foreldrar þessara stráka sæju hvað þeir væru að gera og blasta þá bara á samfélagsmiðlum. Annar hver unglingur er vopnaður hníf i dag…,“ segir einn.

Öðrum finnst ekki í lagi að taka myndir af drengjunum og setja á samfélagsmiðla.

„Svona gerir maður ekki að mynda drengina. Maður sýnir þroska gerir athugasemdir við þá, stoppar atburðarás með aðstoð bílstjórans og hinna farþeganna. Engan Lúkasar leik,“ segir einn netverji.

Engar reglur um myndatökur

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagðist ekki hafa fengið veður af þessu atviki þegar DV hafði samband við hann. En vagnstjórar eru með ákveðið verklag í svona málum.

Jóhannes segir að vagnstjórar eigi að hringja á lögreglu eða vísa fólki út. Mynd/Strætó

„Ef vagnstjóri verður var við einhvern atburð á hann að kalla til lögreglu eða vísa viðkomandi út. Þeir sitja í lokuðum básum og verða ekkert alltaf varir við þegar eitthvað gerist þó það sé ætlast til þess. Þeir eiga hins vegar aldrei að fara inn í einhverjar aðstæður sem þeir ráða ekki við,“ segir Jóhannes.

Hins vegar eru engar reglur hjá Strætó um ljósmyndun eða myndbirtingar úr vögnum á samfélagsmiðlum eða annars staðar.

„Þetta er almannarými,“ segir Jóhannes. „Persónuvernd hefur eftirlit með þessu. Við vitum ekkert hvort að fólk sé að taka myndir inni í vögnunum. Það er reyndar mjög algengt að það sé tekin mynda af vagnstjóranum og því varpað út á alnetið þegar viðkomandi finnst hann hafa gert eitthvað sem hann ætti ekki að gera. Við erum því oft að standa í því að verja okkar starfsfólk.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt