Veðurstofa Íslands hefur gefið út gularviðvaranir vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi.
Fyrstu viðvaranirnar taka gildi á Suðausturlandi í hádeginu í dag, laugardag, en þær síðustu renna út á miðnætti aðfaranótt mánudags.
Búist er við norðaustan hvassviðri og hríð, allt frá 10 að 25 metrum á sekúndu, skafrenningi og éli. Hvassast verður til fjalla og má búast við hviðum allt að 35 metrum á sekúndu.
Að sögn Veðurstofunnar verður varasamt að ferðast í þessu veðri. Lítið skyggni verður víða og stór ökutæki geta tekið á sig vind. Líklegt er að veðrinu fylgi samgöngutruflanir.