fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þúsundir hafa skrifað undir lista um fæðingarorlof – „Stórkostleg mismunun að miða hækkunina við fæðingardag barns“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 12:00

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti pakkann þann 7. mars. Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem barist er fyrir því að fjölskyldum sé ekki mismunað vegna fæðingardegi barns. Listinn er vegna frumvarps sem mun hækka greiðslur úr fæðingarorlofssjóði.

Listinn var stofnaður í gær og þegar hafa 2375 skrifað undir hann. En hægt er að skrifa undir til ársloka.

Í yfirskrift listans segir að tilgangurinn sé að þrýsta á stjórnvöld vegna aðgerðarpakkans „Vaxandi velsæld.“ Vilja undirritaðir að hækkun hámarksgreiðslna úr fæðingarorlofssjóði miðist ekki við 1. apríl árið 2024.

Hluti af kjarapakka

Vaxandi velsæld er pakki sem stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, tilkynntu til stuðnings fjögurra ára kjarasamningum á almennum markaði. Heildarumfang aðgerðanna eru allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum og er þeim ætlað að létta undir með fólki, stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta.

Aðgerðirnar snúa að mestu leyti að húsnæðismálum og „fjölskyldumálum“ svo sem gjaldfrjálsum skólamáltíðum, hækkun barnabóta og hækkun fæðingarorlofs.

Hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Þann 1. apríl úr 600 þúsund krónum á mánuði upp í 700 þúsund, frá og með 1. janúar árið 2025 í 800 þúsund og frá og með 1. janúar árið 2026 í 900 þúsund.

Að sögn stjórnvalda er þetta gert til þess að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að því að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs nái fram að ganga.

Stórkostleg mismunun

„Það verður að teljast stórkostleg mismunun að miða hækkunina við fæðingardag barns enda búa allar þær fjölskyldur, sem þiggja greiðslur úr sjóðnum, við sama efnahagsástand landsins, sömu verðbólgu og sömu óboðlegu vaxtakjör,“ segir í yfirskriftinni. „Kaupmáttur þeirra breytist ekki hvort sem barn er fætt þann 31. mars 2024 eða 1. apríl sama ár.“

Segir að hið sama ætti að gilda fyrir hækkanir sem taki gildi 1. janúar árið 2025 og 1. janúar árið 2026.

„Sjáum til þess að hækkun hámarksgreiðslna nái til allra þeirra foreldra sem þiggja greiðslur úr sjóðnum frá og með 1. apríl 2024 – Vaxandi velsæld fyrir alla, ekki bara suma! Mismunum ekki fjölskyldum út frá fæðingardegi barns!“ segir í yfirskriftinni.

Hlekkur á listann er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði