fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Íslenskur háskólanemi búinn að fá nóg af fólki sem gerir „ekki rassgat“ í hópaverkefnum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 14:30

Lífið í háskóla er ekki alltaf sanngjarnt. Mynd/Openart AI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur háskólanemandi er búinn að fá sig fullsaddan af hópavinnu með lötum samnemendum. Hann segist vinna verkefni jafnt og þétt og fórna sínum tíma en aðrir gera lítið fyrr en á síðustu stundu og þá illa.

„Ég er að nálgast útskrift og vá hvað ég er þreyttur á að lenda ítrekað í hópverkefnum með fólki sem gerir ekki rassgat fyrr en á allra síðustu stundu og þá er það bara eitthvað drasl,“ segir háskólanemandinn í nafnlausri færslu á samfélagsmiðlum.

Oft verið meðvirkur með letingjum

Hann segist vinna verkefni sem honum er úthlutað jafnt og þétt, setur inn smá af og til vitandi það að ef ekki er unnið í verkefninu muni það bíta hópinn í rassinn.

„Geri þetta með fjölskyldu, 100% vinnu og öllu öðru veseni í lífinu svo nei, ég er ekki minna upptekinn en þú. Fórna oft tíma sem gæti farið í fjölskyldu, líkamsrækt, aðra áfanga eða vinahittinga til að skeina hópfélaganum,“ segir nemandinn sem er búinn að fá sig fullsaddan af lötum samnemendum í hópavinnu.

Þetta hafi honum líkað svo illa að hann hafi sagt sig frá hópaverkefni. „Sagði mig úr hópverkefni eitt skipti, það var svo lélegt og seint unnið þeir hlutar sem félaginn átti að gera. En of oft verið meðvirkur með lélegum félögum,“ segir hann.

Þá beinir hann spjótum sínum að þeim sem nemendum sem láta aðra um hitann og þungann af verkefnavinnu.

„Þið sem vinnið svona, hvernig er hægt að hafa samvisku í að láta annað fólk vinna fyrir ykkur? Hvernig eigið þið ekki eftir að skíta upp á bak í vinnu í framtíðinni ef vinnubrögðin eru svona?“ spyr hann.

Klagaði hópfélaga sem fékk 0 í einkunn

Líflegar umræður hafa spunnist við færsluna og kannast margir við nákvæmlega það sem háskólanemandinn er að tala um.

Sumir telja hópaverkefni mikilvægan undirbúning fyrir samstarf á vinnumarkaði seinna meir. Aðrir segja þetta leti hjá kennurum, það er að þeir séu að spara sér að fara yfir verkefni með því að fækka þeim.

„Ég er bæði í háskóla og það heppinn að vinna við það sem ég er að læra. Ég get lofað þér því að þessi skussaskapur er ekki sambærilegur og ég hef aldrei þurft að líða það að vera með dragbíta í vinnunni á borð við þá sem ég lendi með í hópaverkefnum í skólanum. Ef það myndast ágreiningur á vinnustað þá er mjög auðvelt bæði að leysa það í gegnum yfirmenn eða í versta falli forðast bara manneskjuna eins og heitan eldinn, ásamt því að geta VALIÐ hverjum maður vinnur með,“ segir einn netverjinn.

Einn segist hafa refsað skussa sem hann vann með í hópaverkefni. Það hafi haft afleiðingar fyrir viðkomandi.

„Èg tók að mér verkefnaskil einmitt út af svona. Sleppti nafni þess aðila sem gerði ekkert/lítið sem ekkert. Upplýsti kennara um það og viðkomandi fær 0 í einkunn. Gerðist oft, sérstaklega í Háskólabrú Keilis,“ segir hann.

Dauðskammaðist sín

Annar viðurkennir að hafa verið skussi í hópavinnu í skóla. Það hafi ekki verið góð reynsla.

„Ég vissi að þetta myndi bíta mig í rassinn og var með stöðugan kvíða yfir því, en gerði þetta samt alltaf á síðustu stundu og ég gerði það svo sannarlega illa,“ segir hann. „Ég hafði stundum vit á því að segja mig úr hópverkefni þegar skömmin sem fylgdi því að vera ónytjungurinn í hópnum var meiri en skömmin sem fylgdi því að gangast við því að vera ónytjungurinn í hópnum. Það var alls ekki alltaf samt. Ó ég dauðskammaðist mín í hvert einasta skipti. Gerði það samt og ég hataði sjálfan mig á meðan ég gerði það.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi