fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 20:35

Guðfinnur og Elín eru allt annað en sátt með brotthvarf Maríu Sigrúnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var greindi Vísir frá því að sjónvarpskonan María Sigrún Hilmarsdóttir hefði kvatt fréttaskýringaþáttinn Kveik en innslag sem hún hafði unnið að um langt skeið var tekið af dagskrá RÚV síðastliðinn þriðjudag. Í fréttinni var ýjað að því að ýmislegt hefði gengið á innan stofnunarinnar vegna málsins. Kom meðal annars fram í fréttinni að Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefði sagt að hæfileikar María Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en að hún væri frábær fréttalesari í sjónvarpsfréttum RÚV.

Þessi athugasemd hefur vakið upp reiðiöldu fyrrum samstarfsmanna Maríu Sigrúnar sem bent hafa á það að fyrir utan tveggja áratuga reynslu af fréttamennsku þá hafi hún átt aðkomu að stærstu málum Kveiks undanfarin misseri. Til að mynda umfjöllum um blóðmerahald hérlendis sem vakti mikla athygli.

Segir Maríu Sigrúnu vera úrvalsfréttamann

Einn þeirra sem er verulega misboðið er fyrrum fréttamaðurinn Guðfinnur Sigurvinsson. Hann deildi skrifborði með Maríu Sigrún þegar hann starfaði á RÚV og ljóst er að honum þótti mikið til hennar koma.

„Þannig varð ég daglega vitni að vinnusemi hennar, elju og vandvirkni. Hún var einstaklega öflug í efnisöflun frétta enda með gríðarlega víðtækt tengslanet, aflaði haldbærra gagna og hringdi fleiri símtöl en færri í heimildarmenn til að undirbyggja fréttamál sín og leitaði álits og ráðgjafar kollega sinna, vaktstjóra og/eða fréttastjóra við vinnslu þeirra. Slík fagmennska eflist jafnan og verður vandaðri með árunum en hitt. Ég hygg að vandfundinn sé sá fréttamaður sem starfað hefur með Maríu Sigrúnu sem mun bera henni aðra sögu en þá sem ég hef hér rakið,“ skrifar Guðfinnur í færslu á Facebook-síðu sína.

Ummælin Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar

Segir hann treysta sér til að fullyrða að útilokað sé að umfjöllun sem María Sigrún hafi unnið væri svo ótraust og illa matreid að ástæða hafi þótt til að víkja henni frá störfum hjá Kveik. Segir hann ljóst að eitthvað annað sé að baki.

„Hvað er það sem er svo eldfimt og viðkvæmt og þolir ekki dagsins ljós að ekki er aðeins ástæða að mati ritstjórans Ingólfs Bjarna Sigfússonar að freista þess að þagga málið niður heldur flæma fréttamann sem hefur lokið meistaranámi í blaða- og fréttamennsku úr starfi sínu með hrakyrðum um að þótt hún sé fínn fréttalesari valdi hún ekki rannsóknarblaðamennsku eftir tæplega 20 ára flekklausan feril! Úr þeim orðum les ég ekkert annað en viðurstyggilega kvenfyrirlitningu og eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar – og mátti síst við því!“ skrifar Guðfinnur.

Kallar hann eftir því að RÚV svari fyrir hvaða umfjöllun það var sem María Sigrún var að vinna að, hvernig efnistökin varða almannahagsmuni og hvað nákvæmlega hafi orðið til þess að málið hefði verið tekið þessum harkalegu tökum.

Spjótin standa á Ingólfi Bjarni Sigfússyni. Skjáskot RUV

Réðu annarleg sjónarmið för?

„Verði þessum spurningum ekki svarað með tilhlýðilegum og sannfærandi hætti þá mun ljóst vera að annarleg sjónarmið réðu för. Séu efnistökin þess eðlis að ætla má að hagsmuna annarra en almennings í krafti faglegrar fréttamennsku hafi verið gætt þá er traust til ritstjórnar Kveiks og Ríkisútvarpsins alls stórlaskað. Blaðamannafélag Íslands sem hefur undanfarið ráðist í mikla auglýsingaherferð til stuðnings öflugri og óháðri frétta- og blaðamennsku hlýtur sömuleiðis að krefjast þessara svara. Fáist ekki sannfærandi svör við sjálfsögðum spurningum blasir við að útvarpsstjóri — sé í honum minnsti dugur – segi bæði ritstjóra Kveiks og fréttastjóra RÚV upp störfum og bjóði Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fyrra starf að undangenginni afsökunarbeiðni. Allt minna en það er óboðlegt,“ skrifar Guðfinnur.

Einn vandaðasti og besti fréttamaður Íslands

Fjölmiðlakonan og fyrrum alþingismaðurinn Elín Hirst er meðal þeirra sem leggja orð í belg og ljóst að hún deilir sýn Guðfinns.

„Ég réði Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur til starfa á RÚV á meðan ég var fréttastjóri Sjónvarpsins. Kostir hennar sem fagmanneskju eru síst oftaldir í pistli Guðfinns. María Sigrún er afskapleg hugmyndaríkur og vandvirkur fréttamaður sem aldrei fellur verk úr hendi. Þar að auki er hún úrvals fréttamaður í allri framkomu á skjánum sem og fréttaþulur af bestu gerð. Allt tal um annað eru rangindi gagnvart einum vandaðasta og besta fréttamanni á Íslandi,“ skrifar Elín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“