fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fréttir

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bendir ekki til mikils samningsvilja hjá ríkisstjórnarflokkum sem ekki geta komið sér saman um það hvort fjöldi hælisleitenda skuli vera núll, 200 eða 400 og margt bendir til þess að ágreiningur ríkisstjórnarflokkanna um það efni stafi frekar af því að nú styttist í kosningar en að um raunverulegan ágreining sé að ræða. Gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar er Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og hann reiknar með því að þeir Bogi Ágústsson verði á skjánum í kosningasjónvarpinu 1. júní nk. Hann segir lítið standa eftir af hælisleitendavanda, þegar Úkraínumönnum sleppir, og telur ríkisstjórnarflokkana eiga að geta náð samkomulagi í þeim málaflokki hvað varðar fjölda hælisleitenda.

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 6.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 6.mp4

„Varðandi Venesúelamennina þá hefur það verið miklu umdeildara. Það var ákveðið að veita þeim svipaðan rétt og Úkraínumennirnir fengu svo, 2016 eða 17, og menn segja að það hafi nú verið gert m.a. vegna þess að Bandaríkjamenn lögðu á það áherslu, ég kann það nú ekki í smáatriðum. Þeir vildu gjarnan að stjórnin í Venesúela væri skilgreind sem hörmuleg stjórn,“ segir Ólafur.

„Hvernig sem það nú var þá alla vega var hópurinn af Venesúelamönnum sem kom einhverjum árum á eftir álíka stór og Úkraínumennirnir. Núna er hins vegar búið að loka því þannig að það eru eiginlega engir Venesúelamenn sem fá hæli í dag. Þar með lækkar nú fjöldi þeirra sem koma í gegnum þetta hæliskerfi, eða hvað menn vilja kalla það, og ef maður skoðar hópinn, fyrir utan Úkraínumennina, sem eru með umsóknir eða hafa fengið hæli núna síðasta árið, þ.á eru það kannski innan við 400 á ári.“

Ólafur segir að vel kunni að vera að gríðarlegur ágreiningur sé um það hvort þessi hópur eigi að vera núll eða 400, eða 200 eða einhver önnur tala. „En ríkisstjórnarflokkar sem geta ekki leyst það sín á milli hvort fjöldinn í þessum hópi eigi að vera núll eða 400 – það ber nú ekki vott um mikinn samningsvilja að minnsta kosti, miðað við samninga sem menn verða að gera, eins og ég nefndi áðan, t.d. um skatta og opinber útgjöld.“ Hann segir að ávallt verði að átta sig á því hvað er raunverulegur ágreiningur og hvenær menn séu að búa sér til eins konar merkimiða, þægilega merkimiða í málflutningnum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann bendir á að þó að hann telji það ekki líklegast þá geti hæglega orðið þingkosningar í haust, algerlega sé opið að þessi ríkisstjórn sitji ekki út kjörtímabilið þó að flokkarnir í henni hafi að líkindum ríka hagsmuni af því að sitja sem lengst.

En, að stóru málunum. Megum við eiga von á að sjá þá Ólaf og Boga Ágústsson í kosningasjónvarpinu að kvöldi 1. júní nk.?

„Ég held að þið getið átt von á því, já. Það er ekki búið að ganga neitt frá því og það er ekki víst að hlutverkin verði nákvæmlega þau sömu og hafa verið, en ég á nú von á því að við Bogi, gömlu karlarnir, fáum að vera eitthvað smávegis með í því enda erum við svo ernir og hressir …“

Miðaldra menn …

„Síðmiðaldra, segir Bogi, aldraðir, segi ég,“ segir Ólafur og hlær við.

En hvort sem þið eruð aldraðir eða síðmiðaldra þá eruð þið sauðalitabandalagið …

„Við erum sauðalitabandalagið og verðum það þangað til við lendum í gröfinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árni hvetur fólk til að gera þetta í janúar: „Er það ekki málið?“

Árni hvetur fólk til að gera þetta í janúar: „Er það ekki málið?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Í gær

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir hnífaárás á Kjalarnesi í nótt

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir hnífaárás á Kjalarnesi í nótt
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir framgöngu „fúllyndu“ karlanna í Kryddsíldinni gegn Ingu Sæland – „Silfurskeiðungar skemmileggja partý með reiðihroka“

Gagnrýnir framgöngu „fúllyndu“ karlanna í Kryddsíldinni gegn Ingu Sæland – „Silfurskeiðungar skemmileggja partý með reiðihroka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Hide picture