fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 20:30

Guðmundur Felix og eiginkona hans, Sylwia. Ljósmynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir Íslendingar ættu að þekkja til Guðmundar Felix Grétarssonar sem vakið hefur heimsathygli eftir að nýir handleggir, í stað þeirra sem hann missti eftir skelfiegt vinnuslys, voru græddir á hann. Guðmundur Felix hefur boðið sig fram til Forseta Íslands og er enn að safna meðmælum en ljóst er að tíminn er orðinn naumur enda rennur framboðsfrestur út á föstudaginn næstkomandi. Til að hvetja kjósendur til að veita sér mæðmæli ætlaði Guðmundur sér að birta auglýsingu á Facebook með vísan til þeirrar þrautagöngu sem hann hefur gengið. Hann segir hins vegar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að auglýsingunni hafi verið hafnað á þeim forsendum að hún beindist gegn kosningunum sjálfum.

Guðmundur Felix birtir auglýsinguna sem Facebook hafnaði í færslunni. Einnig birtir hann þau svör sem hann segist hafa fengið frá Facebook um hvers vegna auglýsingunni sé hafnað. Svörin eru á ensku en í þeim er vísað til reglna um hvers konar auglýsingar sé bannað að birta á miðlinum í ríkjum Evrópusambandsins, sem á væntanlega líka við um EES-ríkið Ísland, Ísrael, Indlandi, Mexíkó, Brasilíu og Bandaríkjunum.

Facebook segir að þetta eigi við um auglýsingar þar sem fólk sé ekki hvatt til að kjósa í tilteknum kosningum. Þar á meðal  auglýsingar þar sem því sé haldið fram að það sé tilgangslaust að kjósa. Þetta gildi líka um auglýsingar þar sem lögmæti yfirstandandi kosninga eða kosninga sem framundan eru sé dregið í efa. Loks eigi bannið við um auglýsingar þar sem fram komi ótímabærar yfirlýsingar um sigur í tilteknum kosningum.

„Lifði af 11.000 volt“

Eins og áður segir birtir Guðmundur Felix auglýsinguna og þar er lítið minnst á kosningarnar sem slíkar heldur fyrst og fremst hann sjálfan og óskað eftir meðmælum. Auk myndar af Guðmundi Felix sjálfum og nafni hans er eftirfarandi texti í auglýsingunni.

„Gefðu þín meðmæli með trú, áræðni og þrautseigju. Smelltu á „sign up“ til að fara inná Island.is. Lifði af 11.000 volt. Hátt í 100 aðgerðir. Þar af tvenn lifrarskipti. Yfirsteig lyfjaánetjun. 23 ár án handleggja. Fékk nýja handleggi fyrstur manna eftir 14 ára baráttu. Þrjú ár í endurhæfingu. Vantar núna þinn stuðning til að komast í baráttuna um Bessastaði.“

Vandséð virðist hvernig þessi texti brýtur í bága við þær reglur sem vísað er til í svari Facebook til Guðmundar en ólíklegt er að manneskja hafi komið að þeirri ákvörðun að hafna auglýsingunni. Gervigreind, algóritmi eða annað tölvukerfi á vegum Facebook hefur líklega alfarið séð um það. Guðmundur Felix gerir sér fulla grein fyrir þessu og skrifar í færslunni:

„Magnað þegar amerískir róbotar eru farnir að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar í öðrum löndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti