fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2024 12:00

Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari, skrifaði sláandi grein um stöðuna í hans hverfisskóla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Kennarafélags Reykjavíkur, segir neyðarástand ríkja varðandi íslenskukunnáttu í mörgum grunnskólum landsins og ástandið sé sérstaklega slæmt í Breiðholti, þar sem hann kennir.  Þar sé staðan það slæm að mjög fáir nemendur geti lesið og skilið fyrirsagnir dagblaða við útskrift. Þetta kemur fram í aðsendri grein Eðvarðs sem birtist á Vísi og ber yfirskriftina „Breiðholt brennur“. 

„Falskur gæðastimpill á að börnin væru að fá menntun“

„Ég er grunnskólakennari og ég hef kennt í mínum hverfisskóla þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er komið upp í 90%. Ég tek það fram að þetta er ekki sérskóli, þetta er hverfisskóli. Ég hef mikinn metnað fyrir starfi mínu en áttaði mig samt á því á endanum að ég var ekki að starfa sem fagmaður á mínu sviði, nærvera mín var í raun falskur gæðastimpill á að börnin væru að fá menntun,“ skrifar Eðvarð.

Hann segir það óvinnandi verkefni að kenna 25 barna hópi á unglingastigi, án viðeigandi kennslugagna, án stuðnings og allra síst ef að stór hluti nemenda skilur ekki kennarann.

„Ég kenndi náttúrufræði en við höfum slagorðið “Við erum öll íslenskukennarar”. Það gefur samt augaleið að það kennir enginn samskipti með því að reyna að ræða við 25 börn í einu. Sú staðreynd að enginn í 9. bekk gat skilið setninguna “hjartað dælir blóði”, kveikti á viðvörunarbjöllum þar sem nemendur með íslensku sem móðurmál þekktu orðið ekki heldur. Orðið dæla er of flókið til þess að finnast í því málumhverfi sem börnin þurfa að nota. Það er ekki í mannlegu eðli að nota flóknari orðaforða heldur en það sem meirihlutinn skilur og þegar það er algengt að þegar fólk bætist við sem skilur minna en hópurinn þá heldur einföldun á máli sínu gildi áfram,“ skrifar Eðvarð.

Árátta að sjúkdómsvæða vandann

Hann segir stöðuna sorlega því að um sé að ræða klára krakka sem séu fullur af umhyggju. Það sé kerfið sem hefur svikið þau um menntun.

„Mjög fáir nemendur sem ég hef kennt í hverfisskólanum mínum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar. Menntakerfið okkar er ótrúlega ógagnsætt (lítið samræmi er á milli einkunnargjafa í ólíkum skólum eða jafnvel á meðal ólíkra kennara). Lokaafurð þessa menntakerfis er hins vegar fjöldi ungs fólks sem hefur verið svikinn um menntun. Þau fara út í lífið með lítið á bakinu nema svikin loforð um að þau eigi sama séns og aðrir. Þau taka það inn á sig að hafa brugðist og að geta ekki ráðið við framhaldsskólanám, allavega á meðan þau trúa því sem sagt var við þau “þú getur þetta, haltu áfram, gangi þér vel”,“ skrifar Eðvarð.

Hann segir að þetta umhverfi hafi farið hríðversnandi síðustu ár. Þá sé það nánast árátta í kerfinu að sjúkdómsvæða vandann. Mörg börn fái stimpil um skertan málþroska þegar þau eru kannski með orðaforða og málþroska á öðru tungumáli langt umfram aldur. Betra væri að hans mati að verja almannafé í fleiri kennara og aðra sérfræðinga til að kenna börnum mál og samskipti.

„Svona mál eru birtingarmynd þess að neyðarástand ríki,“ skrifar Eðvarð.

Afleiðingin sú að vantraust, vanlíðan, ótti og reiði er að fara að stigmagnast í þjóðfélaginu

Hann segir að á meðan tala innflytjenda fari hækkandi í grunn- og leikskólakerfinu þá séu á sama tíma engar raunhæfar stoðir í grunnskólakerfinu til að taka á við þetta verkefni.

„Við erum að skapa aðstæður þar sem vantraust, vanlíðan, ótti og reiði er að fara að stigmagnast í þjóðfélaginu. Fjölskyldur af erlendum uppruna eru vinna og borga sína skatta í góðri trú um að kerfið sé að mennta börnin og að það gefi næstu kynslóð aðgengi að þjóðfélaginu,“ skrifar Eðvarð.

Hann segist hafa áttað sig á því að hann sem kennari væri að svíkja þessi börn um menntun með því að taka þátt í þessu þegjandi og hljóðalaust.

„Allar þær miklu gáfur og hæfileikar sem þessi börn hafa gagnast þeim lítið þegar þjóðfélagið gefur þeim ekki tækifæri. Barn sem er svikið um menntun er fullorðinn manneskja sem svikin er um framtíð. Þessi börn eru ótrúlega klár og umhyggjusöm og það hryggir mig að við séum að bregðast þeim í stórum stíl. Þetta skrifast ekki á kennara, kollegar mínir eru hetjur og gera ótrúlega margt með lítið í höndunum. Kennarar taka þetta inn á sálina, þeir eru fagaðilar og hjartað segir þeim að þeir eigi að redda þessu. Kennarar hafa þekkinguna og viljann, en þeir eru sviknir um verkfærin sem þeir þurfa,“ skrifar Eðvarð.

Segir að lausnin sé einföld

Að hans mati er aðeins ein raunhæf lausn og hún sé einföld:

„Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið,“ skrifar Eðvarð.

Lesa má grein hans í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi