fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. apríl 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp dómur í Landsrétti í máli sem varðar deilur um bótagreiðslur á milli manns sem lenti í vinnuslysi og tryggingafélagsins Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Þegar þinghald var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2022 mætti lögmaður mannsins ekki en skýrði fjarveru sína með því að hann hefði farið dagavillt og skráð hjá sér að þinghaldið færi fram daginn eftir. Í dómi Landsréttar segir að héraðsdómi hefði þá borið að fella málið niður en ekki fresta því. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til nýrrar efnislegrar meðferðar.

Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi áfrýjað málinu þangað. Hann krafðist þess að Sjóvá-Almennar yrði dæmt til að greiða honum 18,5 milljónir króna auk vaxta. Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið ætti að greiða manninum 433.000 krónur auk dráttarvaxta.

Maðurinn starfaði sem sjómaður og hlaut varanlega 20 prósent örorku eftir slysið.

Ruglaðist á dögum

Í dómi Landsréttar segir að málið hafi fyrst verið tekið fyrir í héraðsdómi 24. nóvember 2022 þar sem lögmaður mannsins hafi lagt fram tilekin skjöl en lögmaður tryggingafélagsins óskað eftir fresti til að kynna sér þau. Þá hafi verið fært til bókar að málinu væri frestað til 13. desember sama ár. Í þinghaldinu þann dag hafi lögmaður mannsins hins vegar ekki mætt, hefði ekki boðað forföll og ekki heldur svarað í síma, samkvæmt bókum héraðsdóms. Málinu hafi þá verið frestað til 15. desember en þá hafi lögmaður mannsins mætt.

Við meðferð málsins fyrir Landsrétti var óskað eftir upplýsingum um hvort um lögmæt forföll af hálfu lögmannsins hafi verið að ræða. Var skýringin sú að lögmaðurinn hefði ranglega skráð hjá sér að þinghaldið yrði háð 14. desember en ekki 13. eins og raunin var. Hringt hefði verið úr dómsal og hefði lögmaðurinn boðist til að mæta í þinghaldið en dómari ákveðið að boða til nýrrar fyrirtöku í málinu síðar í sömu viku með samþykki lögmanns Sjóvá-Almennar.

Dagaruglingur ekki lögmæt forföll

Það er niðurstaða Landsréttar að forföll af þessum ástæðum geti ekki talist vera lögmæt forföll í skilingi laga um meðferð einkamála. Samkvæmt þeim lögum hafi Héraðsdómi Reykjavíkur borið að fella málið niður þegar lögmaðurinn mætti ekki til þinghaldsins 13. desember 2022. Afstaða lögmanns Sjóvá-Almennar hafi engu breytt um það.

Því sé óhjákvæmilegt að ómerkja meðferð málsins frá og með þinghaldinu 13. desember 2022 og leggja fyrir héraðsdóm að taka það til löglegrar meðferðar og dómsálagningar upp á nýtt.

Dóminn í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá