fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hvalur sprakk í tætlur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. apríl 2024 09:30

Iðrin og blóðið voru úti um allt. Mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að hvalur springi í loft upp er ekki algengt og enn óalgengara að það náist á filmu. Það getur verið varasamt að vera nálægt þegar slíkt gerist.

Gríski miðillinn Greek Reporter birti í vikunni myndband af slíku atviki sem átti sér stað í Tomales flóa í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fólk um borð í skipi sá þanið hvalshræ fljóta á yfirborðinu og loks springa með miklum látum.

Þegar hvalur deyr byrjar hann að rotna að innan og bakteríur búa til ýmsar gastegundir svo sem metan, nitur og koldíoxið. Yfirleitt kemst gasið út um líkamsop svo sem munninn eða endaþarminn. Annars byggist það upp og kviðurinn þenst eins og blaðra.

Í annað skipti sem náðist myndband af hval springa var þegar líffræðingur að nafni Bjarni Mikkelsen var að skera rekinn búrhval í Færeyjum. Litlu mátti muna að illa færi í það skiptið eins og sést í myndbandi frá færeyska ríkissjónvarpinu.

Stundum springa dauðir hvalir hins vegar ekki af sjálfsdáðum heldur af mannavöldum eins og sést í þriðja myndbandinu, sem tekið var upp í Oregon fylki í Bandaríkjunum árið 1970. En þá var tekið til þess ráðs að sprengja rekið hvalshræ.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“