fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Sara segir að Katrín Jakobs muni bjóða sig fram og birtir skjáskot máli sínu til stuðnings

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 08:55

Sara Oskarsson segir að Katrín Jakobs forsætisráðherra muni bjóða sig fram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Oskarsson, listakona og fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að „auðvitað fer Katrín Jakobsdóttir í forsetaframboð.“

Hún lýsti því yfir í færslu á Facebook en hún byrjaði á „trigger warning.“

„Trigger warning: Ekki móðgast fyrir þína eigin hönd eða annarra og taka kast á þræðinum mínum. Ég hvorki þoli né nenni svoleiðis, og mun eyða slíkum athugasemdum hraðar en þú getir sagt ananas á pizzu.

Þetta eru einungis pælingar mínar um komandi forsetakosningar!“

Telur að hún myndi vinna

Sara segir það augljóst að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fari í forsetaframboð.

„Katrín hefur alltaf verið “in the long game”. Hún hefur meiru að tapa að fara ekki í framboð en hún hefur að tapa með því að fara í framboð.

Fari hún ekki í framboð þýðir það að hún tapar tækifæri á mikilvægu embætti sem hún gæti setið í í áratug eða jafnvel lengur.

Á móts við að tapa ríkisstjórn sem á hvort eð er bara eitt þing eftir, nokkra mánuði í raun. Framsókn tæki jú við stjórnvölin, Sigurður Ingi og Lilja myndu rúlla því upp enda alvön. Og Bjarni og Dísa.“

Fer yfir ástæður þess að Katrín myndi vinna

Sara segir ástæðurnar fyrir því að Katrín myndi sigra í kosningunum vera ótalmargar.

„En ekki síst vegna þess að þeir mótframbjóðendur sem fram eru komnir eru sumir með pólitískar tengingar sem vinna gegn þeim.

Nú þegar að Samfylkingin flýgur með himinskautunum er komin mikil ólga og hræðsla í Sjálfstæðismenn fyrir næstu Alþingiskosningar. Sá forsetaframbjóðandi sem gæti þótt innimúraður Samfylkingamaður myndi því skjóta skelk í bringu x-D. Sér í lagi vegna Evrópusambandsmála.

Tilhugsunin um að Samfó fengi bæði Stjórnarráðið og Bessastaði samtímis gæti auðveldlega verið næg átylla fyrir Sjálfstæðismenn til að standa saman með einum frambjóðanda: Katrínu. Frambjóðanda sem hefur lýst frekar hefðbundnu viðhorfi til forsetaembættisins. Og væri sennilega ekki mjög “pólitískur forseti”. Og þetta er hópurinn sem mætir á kjörstað.

Framsóknarmenn gætu staðið saman af sömu ástæðu og stutt Katrínu. (Já og þeir fengju forsætisráðuneytið og væru þakklátir fyrir það.)

Svo er hún frægasti Íslendingurinn og þrátt fyrir allt og allt mjög vel liðin heilt yfir. Sumir vilja víst fá konu næst og ýmislegt slíkt sem vinnur með henni.

Áhrifavaldurinn Bubbi Morthens nú þegar búinn lýsa yfir stuðningi við hana og ljóst að fleiri kanónur myndu bætast við.

Ekki skjóta mig “fabúlerandi sendiboðann” en hún myndi rúlla þessu upp!“

Lénið katrinjakobs.is var skráð þann 26. mars síðastliðinn.

Ein skrifaði athugasemd við færsluna og sagði um „ágætt aprílgabb“ hjá Söru.

Sara sagði svo ekki vera og birti skjáskot af skráningu á léninu katrinjakobs.is, sem var skráð 26. mars 2024. Hugsanlega gæti það verið vísbending um að Katrín ætli í framboð, en orðrómur um að hún ætli að bjóða sig fram hefur verið á kreiki í einhvern tíma. Forsætisráðherrann hefur hins vegar ekki tjáð sig um það opinberlega.

Sjá einnig: Orðið á götunni: Ringulreið á stjórnarheimilinu fari Katrín í framboð – andstæðingar heita stuðningi til að sjá endalok VG

Ef Katrín býður sig fram munum við að öllum líkindum sjá fleiri nýja frambjóðendur en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona lýsti því yfir um páskana að ef Katrín býður sig fram mun hún gera slíkt hið sama. Hún sagðist ekki treysta Katrínu í embættið en pistil Steinunnar má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“