Þar fer hann þess á leit við nýjan fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir afnámi erfðafjárskatts hér á landi. Samkvæmt gildandi lögum þurfa erfingjar að greiða erfðafjárskatt af öllum fjárverðmætum sem koma í þeirra hlut við skipti dánarbús.
Í stuttri grein í Velvakanda í gær segir Þorgils:
„Tíu prósent erfðafjárskattur er einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag. Í fyrsta lagi er um að ræða tvísköttun á fjármagni. Í öðru lagi eru þetta krónur sem fjöldi eldra fólks hefur safnað sér saman til lífsviðurværis og til afkomenda sinna þegar líftími þeirra er þrotinn. Það er ósk mín að núverandi fjármálaráðherra vinni að því að leggja umræddan skatt niður sem fyrst. Þess má og geta að Norðmenn og Svíar hafa lagt þennan skatt af.“