fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elmar Örn Sigurðsson, 59 ára, var á þriðjudag dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðgun og blygðunarsemisbrot. Elmar var ákærður 28. september síðastliðinn fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot konu sem hann átti í sambandi við.

Að hann hafi í tvígang árið 2017 nauðgað henni þar sem hún lá sofandi eða meðvitundarlítil í rúmi og gat ekki spornað við verknaðinum. Það er sunnudaginn 22. janúar og  föstudaginn 1. september.

Einnig að hann hafi í bæði skiptin tekið samfarirnar upp á myndband, sett myndbandið á minnislykil og senti henni í pósti.

Lykill í pósti

Kemur fram í dóminum að Elmar og konan hafi átti í nánu en stormasömu sambandi. Áður hafa mál þeirra komið inn á borð dómstóla. Var hann þá dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot gagnvart henni.

Konan kærði málið sem nú er dæmt í í júní árið 2022. Greindi hún þá frá því að hún hefði fengið USB lykil í pósti annað hvort 2018 eða 2019. Á honum voru bæði myndskeið og mikill fjöldi ljósmynda. Á umslaginu utan um lykilinn stóð „Frá Símanum þínum Backup úr tölvu og fl.“ Taldi hún sig þekkja handskriftina.

Sjá einnig:

Setti minnislykil með upptöku af nauðgun í póstkassa brotaþola

Fyrst um sinn hafði hún ekki áhuga á að skoða efni minnislykilsins en þegar hún fór að gera það seinna, í tengslum við hitt dómsmálið, fann hún myndefnið af samförunum. Hafi verið augljóst að hún hafi verið rænulaus vegna áfengisneyslu þegar það var tekið.

Hafnaði glæpnum

Elmar mætti til skýrslutöku 7. desember og vildi ekki hafa með sér lögmann.

„Ákærði vildi lítið sem ekkert tjá sig um þær sakir sem á hann voru bornar en bar af sér allar sakir og hafnaði því að nokkuð slíkt hefði gerst sem sakargiftir lytu að,“ segir í dóminum.

Sagði hann engar nauðganir hafa átt sér stað eða ofbeldi, þetta hefði allt verið venjulegt. Þá neitaði hann einnig að hafa tekið upp myndbönd af samförunum. Neitaði hann að tjá sig um minnislykilinn og sagðist ekki geta sagt til um hvort hans handskrift væri á umslaginu. Neitaði hann að horfa á myndskeiðin og neitaði að svara spurningum um efni þeirra.

Lýsing á myndböndum

Í lýsingu á einu myndbandinu segir í dóminum:

„Það sést í andlit brotaþola á myndskeiðinu þar sem hún liggur ,að því er virðist meðvitundarlítil,nakin  á  bakinu  í  rúmi  og  er  karlmaður  við  fætur  hennar. Þar heyrist sagt með karlmannsröddu það er slökkt á öllu og svona. Karlmaðurinn stynur og strýkur yfir kvið brotaþola og lífbein með vinstri hendi og sést þar sem hann  er með typpið inni í leggöngum hennar. Hún setur hönd fyrir höfuð sér en hann tekur í handlegg hennar og segir: Ætlarðu að giftast mér A mín? Hún heyrist umla og hann endurtekur þá:viltu giftast mér, beygir sig svo yfir hana þannig að andlit hans er uppvið andlit hennar og þar með í mynd og segir: Ha, viltu giftast mér? og ástin, viltu giftast mér?Brotaþoli er með lokuð augun og lokaðan munninn og er algerlega svipbrigðalaus á meðanog bregst ekkert við spurningum mannsins. Karlmaðurinn stynur og svo er myndavélinni beint á ný í átt að kynfærum  þeirra.“

Engar málsbætur

Myndböndin voru lögð til grundvallar niðurstöðu dómsins og talið auðsýnt að konan hafi verið rænulaus og ekki getað spornað við verknaðnum. Þá hafi Elmar verið mótsagnakenndur í sínum framburði og ótrúverðugur. Sending USB lykilsins var talin falla undir blygðunarsemisbrot en ekki drefingu efnis.

Hafi Elmar brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og eru þau brotin þess fallinn að valda henni miklum miska, vanlíðan og grófa röskun á friðhelgi einkalífs. Var hann ekki talinn eiga sér neinar málsbætur.

Er Elmar dæmdur til 3,5 ára fangelsis. Auk þess þarf hann að greiða tæpar 3,5 milljón krónur í sakarkostnað. Þá greiði hann konunni 2,2 milljón krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir