fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. apríl 2024 14:30

Gengi Bitcoin hefur náð náð nýjum hæðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk skattayfirvöld hafa látið loka 18 gagnaverum vegna þess að innan þess var stunduð ólögleg starfsemi tengd rafmyntum. Forsvarsmenn gagnaveranna lugu til um starfsemina til að svíkja milljarða undan skatti.

Vefurinn Data Center Dynamics greinir frá þessu.

Sænski skatturinn (Skatteverket) hafði gagnaverin til rannsóknar árin 2020 til 2023. Grunur lék á að verið væri að misnota skattaívilnanir sem fyrirtæki í rafmyntagreftri eiga engan rétt á.

Í skýrslu um málið kemur fram að gagnaverin skuldi 990 milljónir sænskra króna í skatt, það er tæpum 13 milljörðum íslenskra króna. Í skýrslunni kemur fram að stofnunin eigi erfitt með að skilja tilgang starfseminnar og þeirra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við gagnaverin.

Árið 2020 var gefin úr skýrsla þar sem kom fram að sænsk yfirvöld líta á rafmyntagröft og verslun með rafmyntir sem áhættusama þar sem starfsemin gæti falið í sér peningaþvætti. Starfsemin hefur þó fengið að viðgangast í landinu engu að síður.

Segir að yfirsýn stjórnvalda sé lítil og að forsvarsmenn gagnavera sem stunda rafmyntagröft geti stundað ólögleg viðskipti, svikist undan skatti og þvættað peninga.

„Það er hvati fyrir óprúttna aðila til að fela rafmyntagröftinn og í staðinn þykjast vera að stunda starfsemi sem er undanþegin virðisaukaskatti,“ sagði Patrik Lillqvist, skattstjóri.

Á meðal þeirra gagnavera sem hefur verið lokað eru Datacenter AB og Datorhall AB. Nær öll starfsemin í gagnaverum þeirra var rafmyntagröftur en á pappírunum sögðust forsvarsmenn þeirra vera að hýsa gögn fyrir grafíska hönnun og ráðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“