fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli sem varðaði kvörtun konu nokkurrar sem krafðist þess að fá afslátt af leigu á íbúð á grundvelli þess að leigusalinn, sem einnig er kona, hafi ekki sinnt viðgerðum. Krafðist leigjandinn einnig bóta vegna ólöglegrar ljósmyndunar í gegnum glugga á íbúðinni, fyrirvaralausrar komu eiginmanns leigusalans og þriggja annarra manna í íbúðina og vegna skorts á brunavörnum. Nefndin hafnaði hins vegar öllum kröfum leigjandans.

Í úrskurðinum kemur fram að leigusalinn og leigjandinn hafi gert með sér tímabundin leigusamning frá 15. apríl 2023 til 15. apríl 2024. Það kemur ekki fram í úrskurðinum í hvaða sveitarfélagi íbúðin er.

Í kvörtun sinni til nefndarinnar sagðist leigjandinn hafa 30. september 2023 farið fram á afslátt af leigunni þar sem leigusalinn hafi ekki farið í þær framkvæmdir sem óskað hafi verið eftir. Leigusalinn hafi hafnað því að veita afslátt. Vildi leigjandinn meina að rakaskemmdir á íbúðinni hafi leitt til myglu en að leigusalinn hafi neitað að bæði skoða skemmdirnar og viðurkenna að þær væru til staðar. Sagðist leigjandinn hafa aflað sjálf úttektar sem hafi sýnt fram á mygluvöxt. Hélt leigjandinn því einnig fram að leigusalinn hefði viðurkennt að hafa tekið myndina í gegnum gluggann. Þá hafi eiginmaður leigusalans ruðst inn í íbúðina í leyfisleysi að kvöldi 22. október 2023 ásamt þremur mönnum. Sömuleiðis hafi hvorki verið slökkvitæki né brunavarnarteppi í íbúðinni.

Hafi ekkert haft með myndatökuna að gera

Í úrskurðinum segir að leigusalinn hafi viðurkennt að umrædd myndataka í gegnum glugga íbúðarinnar hafi átt sér stað. Skýrði leigusalinn myndatökuna með þeim hætti að málari sem hafi verið að mála húsið hafi sent henni mynd af hnúajárni og „neyslupokum“ sem hafi legið í gluggakistu í íbúðinni. Hins vegar hafi ekki sést inn í íbúðina þar sem gardínur hafi verið dregnar fyrir. Leigusalinn sagðist hafa fengið myndina senda óumbeðið og ekki komið að myndatökunni á nokkurn hátt.

Fullyrti leigusalinn að gert hafi verið við rakaskemmir við sturtu mánuði eftir að leigusamningurinn tók gildi. Á þeim tímapunkti hafi engin mygla verið til staðar á þeim stað í íbúðinni sem leigjandinn fullyrti. Þá skemmd hafi verið reynt að lagfæra ítrekað en leigjandinn hafi aldrei hleypt neinum inn í íbúðina til að sinna þeim lagfæringum.

Sagði leigusalinn að eiginmaður hennar hefði nokkrum sinnum rætt við leigjandann fyrir utan húsið vegna vinnu sem fram hefði farið við það. Fullyrti leigusalinn að aldrei hefði verið ruðst inn í íbúðina. Þegar kom að fullyrðingum leigjandans um skort á brunavörnum benti leigusalinn á að slökkvitæki væri undir stiga í geymslu íbúðarinnar.

Skrúfur í pokanum

Leigjandinn gerði nokkrar athugasemdir við sjónarmið leigusalans. Sagði hún hina umræddu mynd, sem hún kvartaði yfir, hafa sýnt poka með skrúfum og að hnúajárnið hafi fylgt með belti sem meðleigjandi hennar hefði fengið gefins.

Leigjandinn sagði það rangt að viðgerðir á sturtunni hefðu verið gerðar mánuði eftir að leigusamningurinn tók gildi. Verktakar hefðu aðeins skoðað sturtubotninn og í mesta lagi kíttað. Sagði leigjandinn rakaskemmdir hafa verið í veggjum allt frá því að hún hóf að leigja íbúðina og að henni hefði verið tjáð að vandamálið stafaði ekki af óhreinlæti heldur væri það dýpra.

Þegar kom að fullyrðingum leigusalans um að hún hefði neitað að veita aðgang að íbúðinni, til að lagfæringar á rakaskemmdum gætu farið fram, sagði leigjandinn að væntanlega væri verið að vísa til þess að leigusalinn og maður hennar hafi reynt að hringja í hana til að skipuleggja framkvæmd viðgerða. Hins vegar hefðu allir aðilar sammælst áður um að hafa öll samskipti sín skrifleg. Sagði leigjandinn að leigusalinn og maður hennar hefðu hafnað því að fá aðila til að gera úttekt á myglu og raka í íbúðinni. Vegna þessa aðgerðarleysis færi hún fram á afslátt af leigunni.

Sagði leigjandinn loks að meðleigjandi hennar hefði gefið skýrslu hjá lögreglu eftir að maður leigusalans hefði ruðst inn í íbúðina á undan sér ásamt þremur mönnum til að ræða við hana. Þar sem þeir hefðu ekki gert boð á undan sér eins og leigusala bæri að gera hefðu þeir ruðst inn.

Öllu hafnað

Í niðurstöðuhluta úrskurðarins segir að fyrir liggi tölvupóstur frá því í október 2023 þar sem leigusalinn segir að í tvö skipti hafi iðnaðarmenn mætt til að skoða íbúðina. Þeir hafi boðað komu sína en ekki komist inn og leigjandinn hafi ekki svarað í síma. Skýrsla fyrirtækis sem hafi skoðað íbúðina undir lok sama mánaðar, að beiðni leigjandans, liggi fyrir.

Þessi gögn bendi til að leigjandinn hafi ekki sýnt fram á að til staðar hafi verið annmarkar á íbúðinni sem leigusalinn hafi ekki sinnt úrbótum á. Þar af leiðandi eigi leigjandinn ekki rétt á afslætti af leigunni á grundvelli húsaleigulaga.

Nefndin segir að kröfur leigjandans um bætur vegna myndatöku málarans ekki varða framkvæmd leigusamningsins og húsaleigulög geri ekki ráð fyrir bótagreiðslum fyrir leigjendur þegar upp komi ágreiningur um aðgang leigusala að hinu leigða. Nefndin hafnaði því öllum kröfum leigjandans um bætur vegna myndatökunnar.

Loks hafnaði nefndin kröfum leigjandans um bætur vegna skorts á brunavörnum þar sem leigjandinn hafi átt að koma athugasemdum um það á framfæri við leigusalann á meðan leigutíma stóð en samkvæmt úrskurðinum lauk leigutímanum í lok október 2023.

Kærunefnd húsamála hafnaði því öllum kröfum leigjandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt