fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 12:00

Kristján Loftsson og Paul Watson hafa eldað grátt silfur saman um áratuga skeið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson tilkynnti í gær nýja herferð gegn hvalveiðum á Íslandi í sumar. Skip hans mun sigla hingað frá Bretlandi í júní og stöðva veiðarnar.

Herferðin ber heitið Operation ICESTORM (Aðgerðin Ísstormur) og kynnti Watson hana í gær á Albert Dock í borginni Hull í Bretlandi. Herferðinni er beint sérstaklega gegn Hval hf og Kristjáni Loftssyni forstjóra fyrirtækisins og er ætlað að bjarga íslenskum langreyðum undan þeim.

„Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni,“ sagði Watson, sem var einn af stofnendum GreenPeace og Sea Shepherd.

Eins og frægt er orðið lét Watson sökkva tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1985. Hann siglir nú um höfin blá á gömlu skosku landhelgisgæsluskipi, John Paul DeJoria, og beitir sér gegn hvalveiðiskipum undir flaggi félags sem kallast CPWF.

Að sögn Watson er tap á hvalveiðum Kristjáns. Noti Kristján hagnað úr öðrum eignum, svo sem bönkum og tæknifyrirtækjum, til þess að fjármagna hvalveiðarnar. Verði ekkert gert muni tvö hvalveiðiskip hans, Hvalur 8 og Hvalur 9, halda til veiða í sumar.

Kristján svartsýnn

Enn þá er óvíst hvort að hvalveiðar hefjist í sumar. Hvalur hf. hefur sótt um leyfi en ekki fengið svör frá matvælaráðherra nema beiðni um frekari upplýsingar um hvernig félagið hyggist uppfylla kröfur tiltekinna laga og reglugerða. Hugsanlegt er að leyfi verði aðeins veitt til eins árs í senn.

Í viðtali við Morgunblaðið á laugardag sagði Kristján að útséð væri um hvalveiðar í sumar. Ekki sé hægt að ráða mannskap og kaupa aðföng til veiða í slíkri óvissu. Með því að veita leyfi aðeins til eins árs væri í raun verið að leggja hvalveiðar af.

Sigla í júní

Watson og félagar hans virðast ekki gefa mikið fyrir þetta. „Sjálfboðaliðar okkar eru að undirbúa það að við getum siglt frá Bretlandi í júní,“ sagði Locky MacLean, skipstjóri á John Paul DeJoria. „Eins og við sjáum það er Kristján Loftsson að undirbúa að veiða hvali í sumar og við verðum tilbúin.“

Sjá einnig:

Sökkti tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn

„Hvalveiðar eru útreiknaðuð og grimmileg dráp af ásetningi á einum af gáfuðustu spendýrum jarðar. Hvalir gegna lykilhlutverki í að bjarga höfunum og öllu lífi á jörðu,“ sagði Rob Read, sem hefur stýrt landaðgerðum CPWF á Íslandi síðan árið 2018.

Sigla fyrir skip og senda út uppblásna báta

Einn af þeim sem tekur þátt í aðgerðunum er Kanadamaðurinn Dennis Alvey. Í söfnun á síðunni GoFundMe lýsir hann hvernig aðgerðin fer fram.

„Við siglum frá Hull til Íslands til þess að trufla með beinum hætti ólöglegar hvaðveiðar Íslendinga. Við munum nota allar aðferðir sem til eru nema ofbeldi til að stöðva það að hvalir verði skutlaðir,“ segir Alvey.

Ein aðferðin er að sigla í veg fyrir hvalveiði skipin þegar þau reyna að sigla úr höfn eða að sigla í veg fyrir þau úti á hafi. Önnur aðferð er að sigla uppblásnum smábátum á milli hvalveiðiskipanna og langreyðanna.

„Við munum einnig reka mikla fjölmiðlaherferð, kvikmynda öll hvaladráp og sýna heiminum,“ segir Alvey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna