fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 11:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hlaut í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur skilorðsbundinn dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem sveðju og hnífi var beitt.

Maðurinn var ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa í apríl 2021 ráðist að öðrum manni vopnaður sveðjunni, hnífnum og úðavopni. Var hinn ákærði sakaður um að hafa slegið manninn og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Var hann einnig sakaður um að hafa spreyjað úr úðavopninu á þolandann eftir að hann hafði náð sveðjunni af hinum ákærða. Loks var maðurinn sagður hafa ógnað þolandanum með hnífnum. Afleiðingar árásarinnar voru þær að þolandinn hlaut 6 sentímetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði sem náði niður að höfuðkúpu og 5 sentímetra langan skurð á aftanverðum hálsi sem náði inn í vöðvalag.

Við fyrirtöku málsins í síðastliðnum mánuði féll ákæruvaldið hins vegar frá þeim hluta ákærunnar að maðurinn hafi beitt úðavopni og spreyjað úr því.

Í kjölfar þessarar breytingar á ákærunni játaði maðurinn skýlaust.

Ungur aldur metin til refsilækkunar

Í dómnum kemur fram að maðurinn var árið 2022 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það kemur ekki fram í dómnum fyrir hvaða brot maðurinn var dæmdur 2022. Þar sem hann framdi það brot sem hann var ákærður fyrir í þetta sinn áður en þessi fyrri dómur var kveðinn upp var það metið honum til refsiauka. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að:

„Árás ákærða var fólskuleg og beindist að höfði brotaþola,“ segir í dómnum.

Segir einnig að litið hafi verið til afleiðinga árásarinnar.

Það var hins vegar metið manninum til refsilækkunar að hann sé ungur að árum og að þrjú ár séu liðin frá árásinni. Segir í dómnum að hinum ákærða verði ekki kennt um þær tafir sem hafi orðið á málinu.

Þar af leiðandi þótti hæfilegt að dæma manninn í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða þolandanum 700.000 krónur í miskabætur en þolandinn hafði krafist tveggja milljóna króna auk vaxta. Krafan um vexti þótti hins vegar of seint fram komin og var vísað frá dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt