fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Gosið er nú orðið það næstlengsta af þeim eldgosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga á síðustu árum, en einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra.

Þetta kemur fram í samantekt sem birtist á vef Veðurstofu Íslands í dag.

Eldgosið, sem hófst að kvöldi 16. mars, er það fjórða frá því að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023.

„Fyrirvari þessa eldgoss var stuttur, en smáskjálftahrina hófst um kl. 19:30 og ákafi hennar jókst um kl. 19:40 og GPS mælar sýndu í kjölfarið aflögunarmerki sem benti til þess að kvikuhlaup væri hafið í Sundhnúksgígaröðinni. Gossprungan sem opnaðist kl. 20:23 var tæplega 3 km löng og náði frá Stóra-Skógfelli að Sundhnúk,“ segir í samantekt Veðurstofunnar.

Krafturinn í gosinu var töluverður til að byrja með en ekki ýkja mörgum klukkustundum eftir að gosið hófst fór að draga úr virkninni.

 Á ellefta degi gossins voru enn þrír gígar virkir, en svo slökknaði í gígunum hverjum á fætur öðrum, þangað til 5. apríl að einn stóð virkur eftir sem gýs enn. Sá gígur er skammt austan við Sundhnúk, syðst á gossprungunni sem opnaðist að kvöldi 16. mars.

Sem fyrr segir hefur eldgosið nú staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnúksgígaröðinni í þessari hrinu eldgosa og næstlengst þeirra gosa sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðan 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra, en það stóð yfir í um 6 mánuði. Eldgosið Meradölum í ágúst 2022 yfir í 18 daga, en gosið við Litla-Hrút í júlí 2023 í 26 daga. Fyrri eldgosin þrjú á Sundhnúksgígaröðinni voru skammlíf.

Að sögn Veðurstofunnar er ekki hægt að draga einhverjar ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss.

„Engar vísbendingar eru um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Einnig er mikilvægt að horfa til þess að á árunum 2020 til 2022 voru fjögur tímabil, með mislöngum hléum, þar sem kvikusöfnun mældist undir Svartsengi. Tæpir 17 mánuðir liðu síðan áður en kvikusöfnun, sem stendur enn yfir, hófst að nýju í lok október 2023.“

Fram kemur að sú staða sem er uppi núna, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma, sé ný.

„Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana