fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þörf á annarri umferð í biskupskjöri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri umferð kosninga um embætti biskups Íslands er lokið og þar sem enginn frambjóðandi halut meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Þeir eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar.

Þar kemur fram að kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl og lauk kosningunni á hádegi í dag 16. apríl.

Þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:

Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97 prósent.

Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11 prósent.

Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48 prósent.

Á kjörskrá voru 2286 og greiddu 1825 átkvæði eða 79,83 prósent.

Átta tóku ekki afstöðu.

Eins og áður segir kemur fram í tilkynningunni að þar sem enginn frambjóðandi fékk meiri hluta greiddra atkvæða verður kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Stefnt er að því að seinni umferð kosninganna hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“