fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur við lyklum að matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar Svavarsdóttur. Mynd: Sigurjón Ragnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, er undir töluverðum þrýstingi að heimila hvalveiðar þegar í stað. Bjarkey tók við matvælaráðuneytinu á dögunum í kjölfar þeirra hrókeringa sem urðu eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt.

Morgunblaðið segir frá því í dag að Bjarkey sé undir miklum þrýstingi frá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórninni. Er bent á það að umsókn um hvalveiðileyfi frá Hval hf. hafi velkst um í matvælaráðuneytinu í síðan í lok janúar.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir við Morgunblaðið að hann gangi út frá því að ráðuneytið, eins og önnur stjórnvöld, fari að lögum.

„Það er alveg ljóst að hvalveiðar eru lögum samkvæmt heimilar og ef umsókn berst um leyfi til hvalveiða verður ráðherrann að afgreiða slíkt leyfi lögum samkvæmt,“ segir hann meðal annars og kveðst vona að af hvalveiðum verði í sumar.

„Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum,“ bætir hann við.

Undir þetta tekur Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, en hann segir við Morgunblaðið að afstaða þingsins sé ljós – hvalveiðar séu leyfðar.

„Ég hef væntingar til þess að nýr matvælaráðherra muni höggva á þennan hnút sem allra fyrst. Þetta hvalveiðimál hefur þvælst nógu lengi fyrir og verið erfitt í umræðunni. Ég treysti því að nýr ráðherra leysi þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur