fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. apríl 2024 10:00

Áfengisneysla hefur aukist á Íslandi, ólíkt flestum stöðum í Evrópu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru ein þriggja þjóða í Evrópu sem hefur aukið áfengisneyslu sína á undanförnum árum hvað mest. Árleg áfengisneysla hefur minnkað um hálfan lítra á einstakling í Evrópusambandslöndum frá 2010 til 2020 en á Íslandi hefur hún aukist um 0,6 lítra.

Hafa ber í huga að áfengisneysla á Íslandi er í lægri kantinum í evrópskum samanburði, en þessi samanburður hefur versnað frá árinu 2010. Þetta sýna tölur frá OECD og WHO.

Árið 2010 þambaði hver Íslendingur, 15 ára og eldri, að meðaltali 6,8 lítrum af hreinu áfengi á hverju ári. Árið 2020 var talan komin upp í 7,4.

Áfengisneysla hefur aukist í 11 löndum en minnkað í 25. Mest hefur hún aukist í Lettlandi, um 2,3 lítra að meðaltali en flestar þjóðir sem neyslan hefur aukist eru í austurhluta álfunnar. Auk Íslands hefur neyslan þó einnig aukist í Noregi og Ítalíu.

Neysla minnkað í flestum ríkjum í vestrinu

Á hinum endanum er hin þekkta bjór og viskí drykkjuþjóð Írar. Drykkja á eynni grænu hefur minnkað um 2,1 lítra að meðaltali á mann, eða úr 11,6 lítrum í 9,5. Ólíkt Lettum hafa nágrannar þeirra, Litháar, minnkað sýna neyslu um 2,1 lítra eins og Írar.

Þá hefur drykkja minnkað umtalsvert í Frakklandi, Hollandi, Spáni og Grikklandi. En einnig nokkuð í Þýskalandi, Danmörku, Finnlandi og meira að segja í Bretlandi svo að nokkur dæmi séu nefnd.

Almennt hefur drykkja í löndum Evrópusambandsins minnkað um hálfan lítra, farið úr 10,3 lítrum í 9,8. Ísland er því enn þá nokkuð undir meðaltalinu. Samkvæmt WHO er Evrópa sú heimsálfa sem drekkur mest áfengi.

Langminnsta drykkja álfunnar er í Tyrklandi, aðeins 1,2 lítra á mann. Einnig er hún mjög lítil í Norður Makedóníu og Albaníu, en í öllum þessum þremur löndum eru stór hluti íbúanna múslimar sem mega ekki drekka samkvæmt ritningu.

Íslendingar drekka illa

Karlar drekka langtum meira áfengi en konur samkvæmt talnaefninu. Árið 2019 fóru 26,6 prósent allra karla í Evrópu að minnsta kosti einu sinni á fyllerí en aðeins 11,4 prósent kvenna.

Hér á Íslandi voru tölurnar jafnari. 30,4 prósent íslenskra karla fóru á fyllerí en 18,6 prósent kvenna. Þó að Ísland sé í lægri kantinum hvað varðar almenna áfengisneyslu þá er þetta hlutfall á meðal þess mesta sem gerist í álfunni. Íslendingar drekka því sjaldnar en verr en margar aðrar Evrópuþjóðir.

Danskar konur eru þær sem drekka verst, 26 prósent þeirra fóru á fyllerí árið 2019, en hjá körlum bera Rúmenar af, 55,2 prósent.

Menntunarstig spilar einnig rullu. Almennt drekkur menntaðra fólk, sem yfirleitt er tekjuhærra, meira en ómenntað fólk. Hins vegar veldur drykkja meiri skaða hjá ómenntuðum að sögn OECD.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“