fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 11:30

Jón Sverrir Bragason. Mynd: Rósa Jóhannsdóttir/365 miðlar. Líklega frá árinu 2006.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málið vekur áleitnar spurningar, samskiptin virðast alls ekki eðlileg í ljósi fyrir brota mannsins og bjóða hættunni heim,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, um mál Jóns Sverris Bragasonar, sem var í fréttum í liðinni viku.

Jóns Sverrir er með dóma á bakinu fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn börnum. Nýlega uppgötvaðist að hann hefur verið að vingast við 13 ára drengi í Úlfarsárdal og var honum vísað frá Dalslaug eftir að rannsókn starfsfólks sundstaðarins leiddi í ljós að hann hafði skipulagt komur sínar þangað út frá stundatöflu skólasunds og átt frumkvæði að samskiptum við nemendur.

Komið hefur í ljós að hann hefur stofnað til kunningsskapar við tvo 13 ára drengi sem hefur staðið í marga mánuði. Auk þess að skipuleggja ferðir sínar í Dalslaug út frá skólasundi drengjanna hefur hann einnig mætt á fótboltaæfingar þeirra hjá FRAM. DV ræddi við móður þess drengs sem Jón Sverrir hefur gert sér mest dælt við:

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Málið vekur upp þá spurningu hvort skráning kynferðisbrotamanna sé æskileg. Helgi telur það fyrirkomulag vekja falskt öryggi og ekki vernda börn fyrir brotum:

„Opinber skráning vekur falskt öryggi, það sýna rannsóknir, og hún verndar ekki börnin okkar, því miður. Og brennimerking af því tagi gerir dæmda kynferðisbrotamenn jafnvel enn hættulegri, þeir verða útsettari fyrir ofbeldi götunnar og þetta kemur ekki í veg fyrir brot.“

Engu að síður telur Helgi að dæmdir kynferðisbrotamenn verði að undirgangast eftirfylgni:

„Einstaklingar sem dæmdir hafa verið fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn börnum eiga samt ekki bara taka út sinn dóm heldur verða einnig að fara í mat á því hversu líklegir þeir eru til að brjóta af sér aftur og sæta meðferð og eftirfylgni af einhverju tagi – til lengri tíma ef svo ber við í einhverjum tilfellum.“ Helgi segir einnig eðlilegt að dæmdum kynferðisbrotamönnum sé meinað að eiga náin samskipti við börn.

Barnagirnd líklega ólæknandi

Helgi segir að barnagirnd sé líklega ólæknandi en það þýði ekki að brot séu óhjákvæmileg.

„Einstaklinga sem hneigjast að börnum þarf að stöðva áður en þeir brjóta af sér. Og þeir koma ekki fram ef eina sem bíður þeirra er útskúfun og engin úrræði til aðstoðar. Fræðsla og samtal við börnin okkar er einnig mikilvæg, náin samskipti við ókunnuga fullorðna eru alls ekki alltaf sjálfsögð og eðlileg. Ábyrgðin er samt aldrei barnanna ef brotið er á þeim, gerendurnir bera hana alla. Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast. Og brotin verður að stöðva. Það er hætta á því að börn telji sig skuldbundin hinum fullorðna eftir jafnvel einhverja greiða og börnin séu látin gera eitthvað kynferðislegt á móti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng