Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, fengi 30% fylgi í komandi forsetakosningum samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en niðurstöðurnar voru birtar í kvöld. Baldur Þórhallsson, prófessor, fengi 26% fylgi en ekki er martækur tölfræðilegur munur á frambjóðendunum. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, hlyti 18% fylgi en þessir þrír frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur.
Alls var úrtakið 1731 manns en 46,4% þeirra tók þátt í könnununni. Spurt var hvaða einstakling fólk gæti hugsað sér sem næsta forseta Íslands en engir valmöguleikar voru gefnir upp og því gátu þátttekendur valið hvern þann sem þeim hugnaðist.
Rúmlega 7% þátttakenda nefndi Höllu Tómasdóttur, forstjóra, og um 4% Arnar Þór Jónsson, lögfræðing, og Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra.
Þá nefndu um 2% Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísi Rán Gunnarsdóttur en 1% nefndu Ástþór Magnússon. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 1% fylgi.
Athygli vekur að 50% Sjálfstæðismanna styður Katrínu í embættið og þá nýtur hún aðallega stuðning eldri frambjóðenda. Baldur nýtur meiri hylli hjá yngra fólki.