fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Kengúrur gerðu innrás á golfvöll – „Það var eins og þetta væri endalaust“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 16:30

Margir tugir kengúra þustu yfir völlinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur golfari að nafni Stephen Roche brá heldur betur í brún þegar hjörð af kengúrum kom æðandi inn á völlinn. Kengúrur geta verið stórvarasamar og hafa slasað golfara.

Roche var að golfa á Heritage Golf and Country Club vellinum, norðaustan við borgina Melbourne í Victoriu fylki þegar hann sá ósköpin. Tók hann þetta upp á myndband og birti á samfélagsmiðlinum X.

Lýsti Roche því að kengúrurnar væru að spretta eftir fjórðu holu á St. James vellinum, sem er einn af nokkrum völlum á staðnum.

Annar golfari, sem var á staðnum, lýsti þessari ótrúlegu sjón líka. „Það var eins og þetta væri endalaust,“ sagði hann.

Snertu ekki hrífuna

Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að kengúrur sjáist á golfvöllum í Ástralíu en að þær sjáist hlaupa yfir vellina tugum saman er langt frá því að vera algengt.

Í athugasemdum við færslu Roche var hann spurður að því hvort völlurinn væri ekki í slæmu ásigkomulagi eftir þessa innrás. En hann sagði svo ekki vera.

„Merkilegt nokk þá nei,“ sagði hann. „Kengúrur eru mjúkfætt dýr. Einu ummerkin eftir þetta eru fótspor í sandgryfjunum.“

Líktu netverjar myndbandinu við atriði úr kvikmyndinni Jurassic Park eða Jumanji. „Komu þær við í golfbúðinni á leiðinni út?“ spurði einn þeirra í háði. „Hljóta að vera meðlimir, snertu ekki hrífuna,“ sagði annar.

Lítill áhugi á golfboltum

Það hefur sýnt sig að kengúrur hafa lítinn áhuga á golfboltum. Þær hafa hins vegar meiri áhuga á grasinu, einkum hávöxnu grasi við jaðra golfvallanna. Sums staðar, eins og á Anglesea Golf Club vellinum sem er einnig í Victoriu fylki, eru þær látnar óáreittar. Þær skíta á vellina en það er þá ókeypis áburður fyrir vallarstarfsmenn.

„Ef það er ungi að koma út úr pokanum og æfa sig í að hoppa, þá geturu ekki annað en hætt að spila og stara á það gapandi, jafn vel þó þú hafir séð það hundrað sinnum áður,“ sagði Marg Lacey, stjórnarmaður hjá Anglesea, í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Þær eru óendanlega heillandi og golfarar elska þær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri