fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Vandar Davíð ekki kveðjurnar og segir frá öllu: „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2024 08:00

Davíð Viðarsson eða Quang Le hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV varpaði í gærkvöldi ljósi á skelfilegar aðstæður starfsfólks sem kom hingað til lands til að vinna fyrir kaupsýslumanninn Davíð Viðarsson, áður Quang Lé.

Lögregla réðst í viðamiklar aðgerðir sem beindust að viðskiptaveldi Davíðs í vikunni vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Hefur Davíð verið úrskurðaður í gæsluvarðhald ásamt fimm öðrum.

DV greindi frá því í gær að starfsmenn, víetnamskir einstaklingar, hafi verið rukkaðir um háar fjárhæðir, allt að 70 þúsund dollara, 9,5 milljónir króna, fyrir að útvega þeim dvalarleyfi hér á landi á grundvelli atvinnuþátttöku.

Sjá einnig: Spilaborg Davíðs að falla út af sóðaskap og skít – Svona er mansalið frá Víetnam sagt fara fram

Til þess að fá slíkt dvalarleyfi hérlendis þarf viðkomandi einstaklingur að sýna fram á að hann hafi menntun eða vinnureynslu sem vöntun sé á innan Schengen-svæðisins. Beinist rannsókn lögreglu því að því hvort að prófgráður og önnur gögn þessara einstaklinga hafi verið falsaðar í Víetnam.

Í þætti Kveiks var rætt við mann sem er einn starfsmanna Davíðs og sat fastur í neti hans ef svo má segja.

„Ég greiddi atvinnuveitanda mínum 65 þúsund dollara þegar ég kom til landsins og aukalega 60 þúsund dollara þegar konan mín og börnin komu,“ sagði hann í viðtalinu en hann kvaðst hafa komið til Íslands til að tryggja framtíð sína og fjölskyldu sinnar. „Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið.“

Maðurinn sagði í viðtalinu við Kveik að vinnudagarnir séu langir, 12-13 tímar og hann vinni sex daga vikunnar. Það sé ekki í boði að setjast niður í hádeginu eða kaffi og þá hafi hann aldrei fengið sumar- eða jólafrí á þeim árum sem hann hefur dvalið á Íslandi. Hann þurfi að mæta í vinnuna veikur en ef hann er rúmliggjandi geti hann tekið sér frí, en þá fái hann ekkert greitt.

Maðurinn sagðist fá 290 þúsund krónur á mánuði en hann fái millifært til sín 425 til 480 þúsund. „En ég fæ ekki að halda öllum laununum. Ég þarf að skila peningum til hennar,“ sagði maðurinn og vísaði til sambýliskonu Davíðs.

Maðurinn sagðist hafa fengið nóg af framkomu Davíðs og sagði hann koma fram við fólk á andstyggilegan hátt. „Hvernig getur hann komið svona fram við samlanda sína? Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar.“

Hér má kynna sér umfjöllun Kveiks í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt