fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Þyngdu dóm yfir Vilhjálmi – Gerðist sekur um hrottalega nauðgun og frelsissviptingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2024 16:37

Vilhjálmur Freyr Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur kvað í dag upp dóm yfir Vilhjálmi Frey Björnssyni og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sakfellt hann fyrir að nauðga konu sem hann hafði keypt vændi af, svipta hana frelsi sínu og sérlega hættulega líkamsárás gegn henni. Þyngdi Landsréttur dóm yfir Vilhjálmi úr fjögurra ára fangelsi í fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Eins og fram kom í fréttum DV af meðferð málsins fyrir Héraðsdómi var Vilhjálmur ákærður fyrir að hafa ráðist á konuna eftir að hún hafnaði kröfum hans um endurgreiðslu. Var hann sagður hafa meinað henni útgöngu og svipt hana frelsi í minnst þrjár klukkustundir og hafa á þeim tíma þvingað konuna ítrekað til samræðis í leggöng, endaþarm, munnmök og til að sleikja á honum endaþarminn.

Vilhjálmur tók konuna hálstaki minnst tvisvar og sló hana endurtekið í andlit og búk með þeim afleiðingum að konan hlaut brot á augnatóft og á vanga- og kjálkabeinum, mar á andliti, hálsi og upphandlegg. Húðblæðingar á hálsi og punktblæðingar í andliti og slímhúð augna og í munni og þar að auki yfirborðsáverka á andlit og búk.

Sjá einnig: Þetta er nafn mannsins sem var dæmdur fyrir að frelsissvipta og nauðga vændiskonu

Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að öllu leyti. Sakfelling Vilhjálms fyrir sérlega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og vændiskaup var staðfest. Var sú niðurstaða einnig staðfest að sakfella Vilhjálm fyrir að nauðga konunni í endaþarm en sýkna hann af ákæru um að hafa nauðgað henni í leggöng og þvinga hana til munnmaka og að sleikja endaþarm hans. Í dómnum er forsenda þess sögð vera sú að framburður konunnar um að Vilhjálmur hafi nauðgað henni í endaþarm hafi frá upphafi verið stöðugur en hún hafi breytt framburði sínum um aðra hluta nauðgunarinnar sem Vilhjálmur var ákærður fyrir og sagst ekki muna eftir þeim.

Eins og áður segir þyngdi Landsréttur fangelsisdóm héraðsdóms yfir Vilhjálmi um hálft ár. Í dómnum segir að við ákörðun refsingar hafi verið litið til þess að atlaga Vilhjálms að konunni hafi verið ofsafengin og gróf og framin á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Með háttsemi sinni hafi Vilhjálmur valdið konunni alvarlegum líkamlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi hennar og þeim trúnaði sem hún hafi sýnt honum með komu sinni til hans.

Einnig kemur fram að dómurinn hafi verið þyngdur vegna fyrri brota Vilhjálms.

Dóm Landsréttar yfir Vilhjálmi Frey Björnssyni má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“