fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Verið vísað ítrekað frá Íslandi en kemur alltaf aftur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun vikunnar staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum manni sem hefur ítrekað komið til landsins þrátt fyrir að hafa verið vísað jafnharðan frá því. Maðurinn hefur notað fjögur mismunandi eftirnöfn og er raunar í endurkomubanni á öllu Schengensvæðinu.

Nánar er greint frá málsatvikum í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem fylgir með úrskurði Landsréttar. Þar kemur kemur fram að maðurinn kom til landsins 28. febrúar síðastliðinn. Tollgæslan og lögreglan höfðu afskipti af honum þar sem grunur lék á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Maðurinn gaf upp nafn og framvísaði gildu vegabréfi. Í því mátti sjá innstimplun inn á Schengensvæðið í Ungverjalandi, 1o dögum áður. Sagðist maðurinn vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni.

Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við þrjú mismundandi eftirnöfn og í þetta skiptið hafi hann notað enn eitt nafnið. Honum var flett upp í lögreglukerfinu og komu þá í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og þar að auki að hann væri í endurkomubanni á Schengensvæðinu frá 2019 til 2025. Við uppflettingu í kerfum Schengen kom í ljós að hann væri í raun í tvöföldu endurkomubanni en hitt bannið gildir til 2026.

Nýja eftirnafnið sagðist maðurinn hafa tekið upp þegar hann giftist eiginkonu sinni í febrúar á þessu ári.

Eftir að allt þetta kom í ljós var manninum birt hugsanleg brottvísun frá landinu og var máli hans vísað til Útelendingastofnunar til ákvörðunar. Manninum hefur áður verið vísað frá landinu.

Talinn ógna öryggi

Embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum færir rök fyrir kröfu sinni um að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi meðal annars með því að hegðun hans gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness segir ennfremur að manninum hafi áður verið vísað úr landi þar sem hann hafi talist vera ógn við almannahagsmuni.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi fram til 14. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri