fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Spilaborg Davíðs að falla út af sóðaskap og skít – Svona er mansalið frá Víetnam sagt fara fram

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 14:00

Rottugangur og sóðaleg umgengni hraðaði yfirvofandi falli spilaborgar Davíðs Viðarsonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmiklar aðgerðir lögregluyfirvalda sem beindust gegn viðskiptaveldi Davíðs Viðarssonar hafa varla farið fram hjá neinum. Davíð hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald ásamt fimm meintum samverkamönnum sínum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrir hendi er rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga sem og grunur um skipulagða brotastarfsemi.

Höfuðpaurinn í málinu hét þar til nýlega hinu víetnamska nafni Quang Lé. Umsvif hans hérlendis hafa vaxið gríðarlega en alls er hann skráður fyrir átta einkahlutafélögum. Um er að ræða fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða sem og hið alræmda félag Vy-þrif ehf. Það félag var skráð fyrir ólöglegri matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík, þar sem rottugangur og annar sóðaskapur, varpaði kastljósi fjölmiðla á starfsemi hans.

Sú athygli hraðaði óhjákvæmilega yfirvofandi hruni spilaborgar Davíðs.

Talið að greiðsla fyrir dvalarleyfi geti numið allt að 9,5 milljónum

Í gærkvöldi greindi Vísir frá því að fréttastofan hefði heimildir fyrir því að lögregla rannsakaði hvort að Davíð og samverkamenn hans hefðu þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð til að koma þeim til landsins.

Það sem fólkið er grunað um er að ráða víetnamska einstaklinga til vinnu á veitingahúsum og snyrtistofum hérlendis. Talið er að starfsmennirnir hafi verið rukkaðir um háar fjárhæðir, allt að 70 þúsund dollara eða um 9,5 milljónir, fyrir þá þjónustu að útvega þeim dvalarleyfi hér á grundvelli atvinnuþátttöku.

Til þess að fá slíkt dvalarleyfi hérlendis þarf viðkomandi einstaklingur að sýna fram á að hann hafi menntun eða vinnureynslu sem vöntun sé á innan Schengen-svæðisins. Beinist rannsókn lögreglu því að því hvort að prófgráður og önnur gögn þessara einstaklinga hafi verið falsaðar í Víetnam. Þannig hafi til að mynda „kokkar“ án réttinda komið hingað til lands og fengið réttindi til að starfa hérlendis. Hið eiginlega nám í faginu hafi svo hafist við komuna til Íslands.

Frjáls eftir fimm ára ánauð

Fimm ár þurfa síðan að líða þar til að þessir einstaklingar fá ótímabundið dvalarleyfi hérlendis. Eins og gefur að skilja eru þessir einstaklingar undir náð og miskunn vinnuveitinda síns komnir á meðan þetta fimm ára tímabil stendur yfir.

Leikur grunur á að gróflega hafi verið brotið á réttindum þessa fólks með alltof mikilli vinnu, ólöglegum starfskjörum og óboðlegum vinnuaðstæðum. Þá þurfi sumir hverjir að vinna fyrir önnur fyrirtæki og taka að sér störf sem samræmist ekki starfslýsingum þeirra. Yfirboðari þeirra hirði síðan launin af störfum þeirra að stærstum hluta.

Samkvæmt heimildum DV er það vísbending um slíka háttsemi að flestir þessir einstaklingar hætti um leið hjá upphaflega vinnuveitanda sínum þegar að ótímabundið dvalarleyfi fæst samþykkt. Fólkið sé frelsinu fegið og hverfi oft til annarra starfa sem tengist ekki meintri sérfræðiþekkingu þeirra, til að mynda ræstingum og margvíslegum störfum í ferðamannaiðnaðinum.

Þora ekki að segja neinum frá

Heimildarmaður sem þekkir til segir DV að staða þessara einstaklinga sé vonlaus. „Þolendur mansals þora ekki að segja neinum frá. Ástæðan er sú að þeir tala hvorki íslensku né ensku og þurfa alltaf að óttast það að þeir þurfi að snúa aftur til Víetnam ef vinnuveitandinn slítur vinnusamningum. Þeir eru alveg einangraðir frá íslensku samfélagi og því kæmi mér það á óvart ef einhver þorir að bera vitni,“ segir heimildarmaðurinn.

Slík meint háttsemi eigi sér þó stað víðar en hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar og það sé eitthvað sem yfirvöld hérlendis þurfi að leggja allt kapp sitt á að uppræta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin