fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Fréttir

Fleiri hlynntari sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum en sterkra drykkja – Ólík sýn Viðreisnarfólks og Vinstri grænna

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. mars 2024 16:00

Rauðvínsrekkinn í ÁTVR í Kringlunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri hlynntari sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum en sterkra drykkja – Ólík sýn Viðreisnarfólks og Vinstri grænna

Stuðningur við sölu áfengis í matvöruverslunum dregst saman í fyrsta skiptið í sjö ár. Engu að síður eru fleiri sem vilja fá áfengi í matvöruverslanir en eru andvígir því. Munur eftir stjórnmálaskoðunum er umtalsverður.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem hefur framkvæmt kannanir um málefnið síðan árið 2016.

Þegar spurt er um létt áfengi, það er léttvín og bjór, eru 49 prósent hlynnt því að það verði selt í búðum. 37 prósent eru andvíg og 13 prósent hafa ekki skoðun á málefninu. 31 prósent eru mjög hlynnt og 26 prósent mjög andvíg.

Í könnun Maskínu fyrir ári síðan voru 52 prósent hlynnt en 33 prósent andvíg. Þetta er því breyting um 3 til 4 prósent.

Til samanburðar má nefna að árið 2017 voru aðeins 33 prósent hlynnt léttu áfengi í matvöruverslunum en 57 prósent á móti. Það var árið 2022 sem hlynntir voru orðnir fleiri en andvígir.

Meiri andstaða við sterkt áfengi

Svipaðar breytingar má sjá þegar kemur að sterku áfengi, það er áfengi eins og vodka sem hefur meira en 22 prósent áfengisinnihald. 23 prósent eru hlynnt sölu þess í matvöruverslunum en 58 prósent á móti. Í fyrra voru 25 prósent hlynnt en 55 prósent andvíg.

Því eru meira en tvöfalt fleiri andvígir því að sterkt vín verði selt í matvöruverslunum en eru fylgjandi. Hafa ber þó í huga að árið 2017 voru aðeins 15 prósent fylgjandi og 74 prósent andvíg.

Eldra fólk og landsbyggðarfólk andvígt

Þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir hópum sést að yngra fólk er almennt mun jákvæðara fyrir að fá áfengi í matvöruverslanir en eldra fólk. Til dæmis eru 60 prósent fólks á fertugsaldri hlynnt því að fá létt áfengi í matvöruverslanir en aðeins 29 prósent fólks eldra en sextugt.

55 prósent karla eru fylgjandi en 43 prósent kvenna.

Fólk á höfuðborgarsvæðinu er einnig nokkuð hlynntara en fólk á landsbyggðinni. Í Reykjavík eru 54 prósent hlynnt en á Vesturlandi og Vestfjörðum aðeins 36 prósent.

Lítill munur mælist á milli menntunarhópa og tekjuhópa. Þó eru þau sem eru með minni menntun og hærri laun almennt hlynntust.

Viðreisn og VG á sitthvorum ásnum

Þó nokkur munur mælist á milli stuðningsfólks stjórnmálaflokkanna. Stuðningsfólk Viðreisnar er áberandi hlynntast því að fá létt áfengi í búðir, 73 prósent. 63 prósent Sjálfstæðismanna, 51 prósent Miðflokksmanna, 49 prósent Framsóknarmanna, 45 prósent Samfylkingarfólks, 40 prósent stuðningsfólks Flokks fólksins, 38 prósent Sósíalista, 34 prósent Pírata en aðeins 19 prósent Vinstri grænna.

Könnunin var gerð dagana 7. til 13. febrúar. Svarendur voru 967.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina