fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Björn ætlaði ekki að trúa eigin augum: Margir landsmenn ganga framhjá ókeypis peningum á hverjum einasta degi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 09:02

Björn Berg Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Berg Gunnarsson, ráðgjafi og fyrirlesari, segir að honum hafi svelgst á þegar hann las ritgerð Seðlabanka Íslands um viðbótarlífeyrissparnað. Björn skrifar áhugaverðan pistil í viðskiptakálf Morgunblaðsins í dag þar sem hann fer yfir viðbótarlífeyrissparnaðinn og í raun litla þátttöku landsmanna miðað við þann ávinning sem er í boði fyrir launafólk.

Hann byrjar grein sína á skemmtilegri frásögn af Sævari Helga þeirra Bandaríkjamanna, Neil deGrasse Tyson, sem freistaði þess eitt sinn að útskýra hversu auðugur Bill Gates er.

„Tyson sagðist sjálf­ur hafa það þokka­legt, með sitt hús, bíl og ör­uggu vinnu. Á rölti sínu um göt­ur New York-borg­ar myndi hann senni­lega ganga fram hjá einu senti sem lægi þar í veg­arkanti og sama gilti um fimm senta skild­ing. Þótt um fría pen­inga væri að ræða væru þeir ekki fyr­ir­hafn­ar­inn­ar virði. Væri hann á hraðferð léti hann tíu sent­in sömu­leiðis vera en 25 sent­um þyrfti hann þó að beygja sig eft­ir og stinga í vas­ann. Tyson leit þá á auð Gates, sem þarna var rík­ast­ur manna. Hvað ætli þyrfti til svo hann staldraði við og tæki pen­inga upp af göt­unni? 25 sent­in hans Tysons jafn­giltu 45.000 doll­ur­um hjá Gates, eða rúm­um sex millj­ón­um króna.“

Svelgdist á þegar hann sá niðurstöðurnar

Björn segir að honum hafi verið hugsað til þessa á dögunum þegar hann kom sér fyrir í sófanum heima og naut þess að lesa fyrrnefnda ritgerð Seðlabankans um viðbótarlífeyrissparnað.

„Ég ætlaði varla að trúa eig­in aug­um. Get­ur það verið að stór hluti íbúa hér á landi gangi ekki bara framhjá því klinki sem það sér held­ur seðlum sömu­leiðis?“

Björn segir að höfundarnir hafi tekið síst of sterklega til orða þegar þau sögðu að þrátt fyrir mikla hvata til þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði kæmi á óvart hve stór hluti þeirra sem geta tekið þátt gerðu það ekki.

„Æsifrétta­stíll er svo sem ekki siður þar á bæ. Niður­stöðurn­ar fengu mig þó til að svelgj­ast á og rúm­lega það, því um er að ræða meiri­hátt­ar kjara­bót sem eng­in mál­efna­leg ástæða ætti að vera til að afþakka,“ segir Björn og bætir við að tveir þjóðfélagshópar hafi vakið sérstaka athygli þegar rýnt er í tölfræðina.

„Ann­ars veg­ar vek­ur furðu hve þátt­taka fer minnk­andi eft­ir sex­tugt, þótt fólk vinni áfram fulla vinnu. Hins veg­ar virðist kerfið nær al­farið hafa farið framhjá er­lendu starfs­fólki og greiða aðeins rétt um 30% þeirra í fullri vinnu í kerfið og inn­an við 10% þeirra sem vinna hlutastarf. Er þetta sam­an­borið við tæp­lega 80% þátt­töku Íslend­inga í fullu starfi.“

Mikil fríðindi

Í grein sinni bendir hann á að hin ýmsu fríðindi fylgi viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaði og þeim sé ætlað að tryggja sem mesta þátt­töku. Þannig er eng­inn fjár­magn­s­tekju­skatt­ur greidd­ur af ávöxt­un. Þá segir Björn að hún hafi eng­in áhrif á greiðslur al­manna­trygg­inga, ekki frek­ar en úttekt, en all­ur ann­ar líf­eyr­ir skerðir ef hann er sótt­ur sam­hliða greiðslum.

„Sparnaður­inn er lögvar­inn við gjaldþrot, erf­ist að fullu og án erfðafjárskatts til barna og maka, ávöxt­un hans er að miklu leyti frjáls og út­tektar­fyr­ir­komu­lag sömu­leiðis. Þá má sækja hann skatt­frjálst sem út­borg­un við kaup á fyrstu íbúð eða við skatt­frjálsa inn­borg­un á höfuðstól,“ segir Björn sem segir að þyngst vegi þó mótframlag vinnuveitanda sem að lágmarki nemur tveimur prósentum af launum.

580 krónur á hverjum einasta degi

„Heild­ar­laun fólks í fullu starfi hér á landi árið 2022 voru að meðaltali 871.000 kr. á mánuði og jafn­gild­ir mót­fram­lagið þar rúm­um 17.000 kr. Ef sú launa­upp­bót er ekki sótt er gengið framhjá 500 króna seðli, 50 kr. pen­ingi og þrem­ur tíköll­um hvern ein­asta dag. Þar sem út­tekt er frjáls eft­ir sex­tugt hlýt­ur minnk­andi þátt­taka fólks á þeim aldri að vekja furðu, enda væri með greiðslu í viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað hægt að sækja allt 100% ör­ugga, 100% ávöxt­un á ein­um degi og sækja fjár­mun­ina strax, ef áhugi er á því. Ég ef­ast um að ann­ar eins ávöxt­un­ar­kost­ur sé í boði,“ segir Björn í grein sinni.

Hann segir að þetta sé ekki skárra hjá yngra fólki.

„Ná­ist þó ekki nema 3,5% raunávöxt­un frá 25 ára aldri til sex­tugs safn­ast aðeins með mót­fram­lag­inu rúm­lega 14 millj­ón­ir króna (fyr­ir skatt og m.v. fast­ar tekj­ur). Með 6% raunávöxt­un, sem ekki ætti að vera óraun­hæft sé fjár­fest á hluta­bréfa­markaði, nær fjár­hæðin 24 millj­ón­um. Við höf­um þetta kannski í huga næst þegar við hlæj­um að til­hugs­un­inni um Bill Gates strunsandi framhjá öllu und­ir 6 millj­ón­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt